Icelandic

Jólalag ( Bjartmar Guðlaugsson )

[] Þá desembernóttin leggst yfir daginn, með drunga og birtu í bland. Og mannfólkið hræðist öll ógreiddu gjöldin, og allt er að sigla í strand. Þá nauðungaruppboðin blómstra á ný, því eitthvað er alls staðar að. En eitt er svo skrýtið við allt þetta basl, …

Ofboðslega frægur ( Stuðmenn )

[] [] Hann er einn af þessum stóru, sem í menntaskólann fóru og sneru þaðan valinkunnir andans menn. Ég sá hann endur fyrir löngu, í miðri Keflavíkurgöngu, hann þótti helst til róttækur og þykir enn. Já hann er, enginn venjulegur maður, og hann býr, í …

Viva Verzló ( Ýmsir )

Verzló er mættur að bjarga deginum, við ryðjum öllum úr veginum, það vita allir að við trónum á toppnum. Við höfum gríða háa standarda, sí og æ til vandræða, endalaust með diss og dólgslæti. Æ, elskan, ekki vera fúl bara af því, þú ert í …

Tvær stjörnur ( Megas )

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég gaf þér forðum keðju …

Viltu þiggja minn koss ( Dalton )

Ef aur ég ætti ég gæfi þér rós og gullslegna máltíð á geðveikum stað þar væri hljómsveit ég myndi dansa við þig inn í sólarlagið fram á stjörnubjarta nótt við myndum svífa um á okkar bleika skýi það gætum við enn já það er engin …

Þorpið ( Bubbi Morthens, Mugison )

Þorpið er hér ennþá en frystihúsið fór í gær Fór án þess að kveðja með sínar vélar og rær Bryggjan bátavana kvótinn minning ein Í fjörunni leyfar af bát, fuglar og bein Unga fólkið er fyrir sunnan að dreyma Gamla fólkið situr eftir heima Minningar …

Á Rauðu ljósi ( Mannakorn )

[] Inn í búri úr gleri og stáli Gegnum útvarpsrásirnar Ómar rafmagnstrommusláttur Sömu gömlu tuggurnar Regnið fellur bara og fellur Rignir inn í huga minn Hér er skemmtilegur smellur Segir heimskur þulurinn. Og ég bíð í röð á rauðu ljósi Á eftir hinum bílum Og …

Bíddu við ( Geirmundur Valtýsson )

Við skólahliðið ég stundum stóð Er stúlka lítil hljóp til mín móð Og andlit mitt var þá allt sem blóð Er hún kallaði, er hún kallaði á eftir mér Bíddu við, bíddu við, bíddu vinur eftir mér Æ lofaðu mér að labba heim með þér …

Aldrei heim ( Aron Can )

það eru tvö skot, þrjú ég er löngu farinn út veit ekki hvort ég komi aftur, veit að það ert bara þú já ég veit ekki neitt ekki reyna að segja að ég hafi breyst veist ekki hvort ég hringi aftur veist að við erum …

Indíánar í skógi ( Óþekkt )

Það voru: Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir indíánar, fjórir litlir, fimm litlir, sex litlir indíánar. Sjö litlir, átta litlir, níu litlir indíánar, tíu litlir indíánar í skógi. Allir voru með byssu og boga, allir voru með byssu og boga. Allir voru svo kátir og …

Áður en dagur rís ( Birnir Sigurðarson, GDRN )

Tunglskinið Stendur upp og lítur við Dagarnir leysast upp og byrja upp á nýtt Sólsetrið sýnir sína bestu hlið Á meðan við göngum inn í sjóndeildarhringinn Áður en dagur rís viltu vitja mín Viltu segja hvað í þér býr Áður en dagur rís skal ég …

Ást ( Ragnheiður Gröndal )

[] Sólin brennir nóttina og nóttin slökkvir dag; þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís, svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís. Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt, þögn í seiðandi …

Ein ( Guðrún Gunnarsdóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson )

Ég minni oft á þorsk á þurru landi þegar ég er einn með sjálfum mér, en síðan virðist lífið lítill vandi ef leyfist mér að vera einn með þér. Við erum ein, ein á góðum stað, ein, þó er ekkert að, ein, og við viljum …

För ( Nýríki Nonni )

Ég vil að þú vitir að sannur ég er, vil að þú vitir ég er handa þér. Ef þú velkist í vafa og vissan er rýr, vísan er svarið, kveðskapur hlýr. Langt er nú síðan við lögðum af stað, þú leiddir mig áfram. Hvað varð …

Frá Liðnu Vori ( Bergþóra Árnadóttir, Egill Ólafsson, ... )

Fyrir þennan glugga hef ég gengið mörgum dögum. Hef gengið þar að morgni dags, en oftar seint á kvöldin. Og hikandi ég beið þess þá, að bærðust gluggatjöldin, og brjóst mitt hefur sko---l---fið af þungum æðaslögum. Og hvítir armar birtust og hjartað brann af gleði, …

Vor við Löginn ( Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar )

[] [] Yfir blikandi Lagarins bárum hvelfist bládjúpur himinn og tær og við glitrandi síkvikum gárum hreyfir gælandi suðlægur blær. [] Og hann ber með sér blómanna angan ilm af birki og lynggrónum hól, [] allt hann vekur um vordaginn langan sem í vetrarins armlögum …

Héðan í frá ( Karl Hallgrímsso )

Bara eina leið, héðan í frá héðan í frá, þennan eina veg Héðan í frá, aðeins eina slóð bara eina leið héðan í frá Uppá eina hæð, bara upp eina hlíð yfir hagana, um engi víð horfi framá við, stefni í eina átt geng um …

Menning ( Bubbi Morthens )

Þurrkaður fiskur og fornar sögur finnast enn á landi hér. Þíðir vindar, vorkvöld fögur og von um frelsi handa þér. Við sjónarhringinn heimur stríðir hungrar í að gleypa þig. Auðmjúkur þú engu kvíðir allir aðrir selja sig. Erlend nöfn þau auka gróðann allir vilja klæðin …

Ef þú ert mér hjá ( Mannakorn )

Vetur kemur og vetur fer, en alltaf vorar í sálinni á mér. Ef aðeins þú ert mér hjá, þú ert mér hjá, þú ert mér hjá. Alltaf ertu svo blíð og góð, kjútípæjan mín trítilóð. Ef aðeins þú ert mér hjá, þú ert mér hjá, …

Ó, Grýla ( Ómar Ragnarsson )

Grýla heitir grettinn mær, í gömlum helli býr, hún unir sér sér þar alla tíð með ær og hest og kýr. Og þekkir hvorki glaum og glys né götulífsins spé og næstum eins og nunna er, þótt níuhundrað ára sé. Ó Grýla, ó Grýla, ó …

Hærra ég og þú ( Hjálmar )

Ah, ah, ah, ah, ah Ah, ah, ah, ah, ah Það er ekkert vinstri nú Og hjá hægri er þrotið bú Hærra ég og þú Hærra ég og þú Ah, ah, ah, ah, ah Ah, ah, ah, ah, ah Ef þú aðeins hefur trú Og …

Bak við veggi martraðar ( Bubbi Morthens )

Ég vaknaði um óttu við uggvænan draum óm af röddum heyrði ég berast. Ég kafaði vökunnar kalda straum og kallaði: Hvað er að gerast? Bak við veggi martraðir myndin af þér lifir margoft hef ég gullið mitt reynt að komast yfir. Þú efar sjálf þær …

Ég fer í nótt ( Vilhjálmur Vilhjálmsson )

Komdu nær mér Svo ég heyri hjartað slá Hjartað sem í útlegð minni Einn ég á. Ástarorð sem ég vil muna Hvíslar hljótt andartak blítt mér leyf að geyma Ég fer í nótt. Horfa vil ég Andartak í augu þér Augun sem að hvert mitt …

Ástarsaga úr Fjöllunum ( Svavar Knútur, Hraun )

Ég beið eftir þér. Ég beið langa stund eftir þér. Og sól kom upp, yfir snjóinn. Og nú er ég hraun, ég er mosavaxið hraun. En djúpt undir bergi slær hjarta Slær trölls hjartað enn.

Hjartans tungumál ( Ólafur Þórarinsson )

[] Með tregatár á hvarmi nú kveðjumst við um sinn. [] Í hvammi sumarblóma þig brátt ég aftur finn, þar sem ljós og friður nú faðma þína sál [] og fegurðin mun lifa, þitt hjartans tungumál. [] [] [] [] [] Óþarft er að kvíða …

Skátasyrpan ( )

Nú skundum við á skátamót og skemmtum oss við Úlfljótsfljót. Þá er lífið leikur einn og lánsamur er sérhver sveinn, sem þetta fær að reyna, sem þetta fær að reyna, sem þetta fær að reyna. Nú reynir hver og einn. Kveikjum eld, kveikjum eld, kátt …

Grásleppu Gvendur ( Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar )

La, lala, - lalala, la, lala, - la, lala, lalala, la La, lala, - lalala, la, lala, - la, lala, lala, la Við grásleppuna Gvendur best sér undi hann gamall var því emjaði og stundi á gömlum báti greyið var, gamlar voru árarnar og gamalt …

Eina nótt ( Stefán Hilmarsson )

Ég hugsa til þín hvar er það sem áður var. Þá komstu til mín, eina nótt. Og ástin þín ein, eins og elding snerti mig. Og lifandi skein, eina nótt í eilífum draumi í mínu hjart - a Þú kemur til mín í nótt Eina …

Útsýnið er fallegt ( Bubbi Morthens )

[] [] [] Þegar hverfa skýin og skuggar verða langir og skolgráar blokkir fá lit þá stari ég út um gluggann og get ekki annað en gapað, jú alveg bit. Esjan er komin í klæðin sín fínu kvennleg er hún sjáðu þessa línu Útsýnið er …

Borgin ( Hjálmar )

Úúú-úú-úú ... Úúú-úú-úú ... Úr sænum rís borgin óspjallaða. Leiftrandi ljósið laðar að sér mannfjöldann. Vísandi veginn inn í eilífðina, þar sérhvert hjarta blæðir kærleika og enginn hefur litið nokkuð fegurra. Munda þú nú brand þinn, brand þinn, yfir oss andinn, andinn. Munda þú nú …

Holur Innan Hausinn ( Nýdönsk )

Það er holur innan hausinn á mér nú þar sem heilinn áður var nú ert þú og þar kemst bara ekkert annað fyrir allt annað flýgur bara framhjá og yfir. Þetta virðist vera ómæld fyrirhöfn ég hef alltaf átt bágt með að muna nöfn nú …

Kveldóður ( Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar )

[] Komið er kveld kankvísir skuggar um lautir stökkva, aftansins eld eru á börðum að deyfa og slökkva. Hlývindur hlær hríslurnar bærir og stráin strýkur. Nóttin er nær, nafnlausum degi senn lýkur. Fögnuð og frið flytur sú nótt inn í sálu mína, ljáðu mér lið, …

Skattmann ( )

Ég var óstöðvandi aurasál, og álögur mitt hjartans mál, því ég var Skattmann, já ég var Skattmann Ég var gráðugur og gaf ei neitt. Því gat ei nokkur sála breitt, því ég var Skattmann, einmitt, ég var Skattmann Ef þú gekkst með hatt fékkstu hausaskatt. …

Bústaðir ( Bubbi Morthens )

Þegar ýlfrandi, ærandi, skerandi þögnin rétt fyrir þrumunnar gný kippast við biskup og borgarstéttin boða til fundar á ný. Þá ryðjast rottur í holun sína við Reykjanes blómstrar geislavirkt ský. Biskupinn blessar þá landið í tíma kveðjan af himnum er björt og hlý. Undir Bústaðakirkju, …

Nótt ( Karlakór Reykjavíkur )

Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla rótt, Þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól …

Svarfdælskir Bændur ( Hvanndalsbræður )

Svarfdælskir bændur og búa lið Svarfdælskir bændur og búa búa búa lið Svarfdælskir bændur og búa lið Svarfdælskir bændur og búa búa búa lið Grasið sprettur hraðar í dag en í gær Og þeir binda og binda daginn út og inn Svitinn bogar af þeim …

Kona (Hjálmar) ( Hjálmar, Kári Stefánsson )

[] [] [] [] [] Bærðist ekkert utan hjarta einn á gangi og nóttin bjarta bjó þig til. Nætur sumars, sumar nætur suma okkar heppna lætur finna ást sem aldrei dvínar ætíð finnur rætur sínar þótt árin líði og öllu breyti ut-an þér Þú ert …

Tengjum fastara ( )

Tengjum fastara bræðralags[C4-3]bogann, er bálið snarkar hér rökkrinu í. Finnum ylinn og lítum í [C4-3]logann og látum minningar vakna á ný. Í skátaeldi býr kynngi og kraftur, kyrrð og ró, en þó festa og þor. Okkur langar að lifa upp [C4-3]aftur liðin sumur og yndisleg …

Blindfullur ( Stuðmenn )

Nú er ég blindfullur og kemst ekki heim, blindfullur og finn ekkert geim. Ég er blindfullur og á engan aur, blindfullur og styð mig við staur. Ég ætla að hætta að drekka á morgun. Ég ætla að hætta að drekka en verst að ég er …

Út í veður og vind ( Stuðmenn )

Ég legg metnað minn í það að míga úti og í mannskaðanum varð ég undir vegg. Í Stangarholti kúldrast ég hjá Knúti og Kristínu, sem spælir okkur egg. O, ó, út í veður og vind o, ó, vatns- ég lita -mynd, undan vindi. Ég migið …

Gott kvöld ( Ljótu Hálfvitarnir )

EEEEINN TVEEEEEIR OOOOG ÞRÍÍÍÍÍR Ég ætla að kíkja smá í kollu Konan var að segja bless Ég er heima einn og ætl‘að njóta þess Kannski grilla rif af rollu Reykja vindil eða tvo Seinna völdum vinum í veislu býð og hinum sem fá sér fallega …

Krummi krunkar úti ( Jón Ásgeirsson )

Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn. Ég fann höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn. Komdu nú og kroppaðu með mér, krummi nafni minn. Komdu nú og kroppaðu með mér, krummi, nafni minn.

Svefnálfar svíkja ( Rúnar Þór Pétursson )

Ég á lítið barn blítt það bíður mín í blokkinni háu heimtar mig til sín svefnálfar svíkja stúlku ljúfa um hugarró Tunglið sveipað er skýjum stjörnur fæðast og deyja hvað hafa dularfullir draumar næsta degi að segja Glóir lítið ljós leynt við hennar rúm saklaus …

Láttu þér líða vel ( Stjórnin )

[] [] Hlustaðu nú, reyndu að hafa bæði augun opin, heimurinn er, aðeins meira en það sem flestir sjá. Gefðu helst allt, sem þú getur til að njóta lífsins, gleymdu í bráð, því sem erfitt er að komast hjá. Menn eru alltaf að upplifa nýjar …

Gítarinn. ( Ingólfur Þórarinsson )

[] það byrjaði allt fyrir löngu síðan inni á einhverjum bar þeir sögðu að hann væri góður og ætti oftar að syngja þar hann hóf strax handa við að læra lög á gítarinn hann vissi ekki hvert það myndi leið'ann gegnum þjóðveginn. hann ferðaðist svo …

Farðu í friði ( Mannakorn )

Við fæðumst til að ferðast meira fæðing dauði er ferðalag Marga bíður sultur seyra en sumum gengur allt í hag. Öll við fáum okkar kvóta meðlæti og mótlæti Flest við munum einnig hljóta okkar skerf af ástinni. Farðu í friði góði vinur þér fylgir hugsun …

Brjóstin ber ( Bjarni Ómar )

Í eina stelpu ég var búinn að ná, nana na nana na, ég var í framhaldsskóla þá. Minn besti vinur hana frá mér tók, nana na nana na ég fór í fýlu niðr´á smók. Fékk mér rettu og viskílögg, nana na nana na úr augum …

Eldur í mér ( Írafár )

Fjársjóður falinn varst þú mér Gleði og gull í hjarta þér Örvandi hlýja um mig fer Hjartað þitt kveikt hefur í mér Eldur í mér Fer að hitna brennur þú ert hér Kviknað í mér Hitinn magnast ef að þú ert hér Seiðandi augun englabros …

Flott ( Flott )

[] ég er á leið uppúr dalnum Og í mér er kraftur sem ég nota til að fara aldrei þangað aftur Reyni að finna hvað lætur mér líða betur Hitti sálfræðinginn og sjúkraþjálfarann minn og ég veit að þett'er klisja en ég passa upp á …

Vetrarsálmur ( Gréta Salóme )

Lát skín yfir fjöllin og firði þinn fegursta stjörnu her uns vetrarins vályndi og byrði með vorinu burtu fer Vak yfir vondöprum hjörtum Og vernda gegn harmi og sorg Þú vonina veitir og bæn okkar heyrir þú barn frá Davíðsborg Þú Drottinn sem daginn mér …