Enter

Vísur íslendinga

Höfundur lags: Christoph Ernst Fredrich Höfundur texta: Jónas Hallgrímsson Flytjandi: Jónas Hallgrímsson Sent inn af: Forseti
[A]Hvað er svo [D]glatt sem [A]góðra vina [D]fundur,
er gleðin skín á [G]vonarhýrri [A]brá?
Eins [D]og á [A]vori laufi [D]skrýðist [A]lundur,
[Aaug]lifnar og [A]glæðist [E7]hugarkætin [A]þá.  
Og meðan [F#]þrúgna gullnu [Bm]tárin glóa
og [G]guða[D]veigar [Em]lífga sálar[A]yl,  
þá er það [D]víst, að [G]beztu blómin [D]gróa
í [G]brjóstum, [D]sem að [A7]geta fundið [D]til.

[A]Það er svo [D]tæpt að [A]trúa heimsins [D]glaumi,
því táradöggvar [G]falla stundum [A]skjótt,
og [D]vinir [A]berast [D]burt á tímans [A]straumi,
og [Aaug]blómin [A]fölna á [E7]einni hélu[A]nótt. –
Því er oss bezt að [F#]forðast raup og [Bm]reiði
og [G]rjúfa [D]hvergi tryggð né [Em]vinar[A]koss,
en ef við [D]sjáum [G]sólskinsblett í [D]heiði
[G]setjast [D]allir þar og [A7]gleðja [D]oss.

Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur,
er gleðin skín á vonarhýrri brá?
Eins og á vori laufi skrýðist lundur,
lifnar og glæðist hugarkætin þá.
Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guðaveigar lífga sálaryl,
þá er það víst, að beztu blómin gróa
í brjóstum, sem að geta fundið til.

Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi,
því táradöggvar falla stundum skjótt,
og vinir berast burt á tímans straumi,
og blómin fölna á einni hélunótt. –
Því er oss bezt að forðast raup og reiði
og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss,
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði
að setjast allir þar og gleðja oss.

Hljómar í laginu

  • A
  • D
  • G
  • Aaug
  • E7
  • F#
  • Bm
  • Em
  • A7

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...