Enter

Undir Stórasteini

Höfundur lags: Jón Múli Árnason Höfundur texta: Jónas Árnason Flytjandi: Memfismafían og Sigurður Guðmundsson Sent inn af: BjornHreinsson
[F]Það var eitt sinn [F+]ógnarlítið [Bb6]stelpu[C]hró  
sem [F]fór oft með [D7]mér    [G7]fram að [C]sjó.
[D]Hún var klædd í [F+]ullarpeysu [Bb6]oná     [C]tær  
með [F]freknótt [D7]nef og [G7]fléttur [C]tvær.
[F]Saman tvö í [F+]fjörunni við [Bb]undum okkur [C7]vel   
meðan [A]kollan var að [D7]kafa eftir
[G7]kuðungi og [Gm7]skel.    [C7]    
[F]Og á kvöldin, [F+]þegar sólin [Bb6]sigin [A7]var,   
[Dm7]sátum við í [D7b9]næði     
bæði
[Gm]undir Stóra[Bbm6]steini     
[F]þar sem hún í [Bbm6]leyni     
[F/C]lagði [Dm7]vanga [Eb9b5]sinn      
[G7]ósköp feimin [C7sus]uppvið vang[C7]a    [F6]minn.

[F]Síðan hef ég [F+]konur séð í [Bb6]Kaí    [C]ró  
á [F]Manda[D7]lay, í [G7]Mex   [C]íkó;
[D]líka þær sem [F+]Kyrrahafið [Bb6]kafa     [C]í  
og [F]eiga [D7]heima á [G7]Hava-[C]í.  
[F]Sumar klæddust [F+]híalíni [Bb]þegar þeim var [C7]heitt
en [A]aðrar bara [D7]klæddust ekki
[G7]yfirleitt- [Gm7]í neitt.[C7]    
[F]Alltaf samt í [F+]huga mér og [Bb6]hjarta [A7]bjó   
[Dm7]hún sem klædd í [D7b9]ullarpeysu
[Gm]undir Stóra[Bbm6]steini     
[F]forðum tíð í [Bbm6]leyni     
[F/C]lagði [Dm7]vanga [Eb9b5]sinn      
[G7]ósköp feimin [C7sus]uppvið vang[C7]a    [F6]minn.

Það var eitt sinn ógnarlítið stelpuhró
sem fór oft með mér fram að sjó.
Hún var klædd í ullarpeysu oná tær
með freknótt nef og fléttur tvær.
Saman tvö í fjörunni við undum okkur vel
meðan kollan var að kafa eftir
kuðungi og skel.
Og á kvöldin, þegar sólin sigin var,
sátum við í næði
bæði
undir Stórasteini
þar sem hún í leyni
lagði vanga sinn
ósköp feimin uppvið vanga minn.

Síðan hef ég konur séð í Kaíró
á Mandalay, í Mexíkó;
líka þær sem Kyrrahafið kafa í
og eiga heima á Hava-í.
Sumar klæddust híalíni þegar þeim var heitt
en aðrar bara klæddust ekki
yfirleitt- í neitt.
Alltaf samt í huga mér og hjarta bjó
hún sem klædd í ullarpeysu
undir Stórasteini
forðum tíð í leyni
lagði vanga sinn
ósköp feimin uppvið vanga minn.

Hljómar í laginu

 • F
 • Faug
 • Bb6
 • C
 • D7
 • G7
 • D
 • Bb
 • C7
 • A
 • Gm7
 • A7
 • Dm7
 • D7b9
 • Gm
 • Bbm6
 • F/C
 • Eb9b5
 • C7sus: not exist
 • F6

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...