Enter

Tvær stjörnur

Höfundur lags: Megas Höfundur texta: Megas Flytjandi: Megas Sent inn af: lundi
[D]Tíminn flýgur áfram
og hann teymir mig á eftir sér
og ekki [D/F#]fæ ég      [G]miklu ráðið
[D/A]um það hvert hann [A]fer.
En ég [D]vona bara að hann
hugsi svolítið [D7]hlýleg[Daug]a til      [G]mín [C#7/G#]    
og [D/A]leiði mig á [Bm]endanum [G]aftur [Gm]til    [D/F#]þín.      [A7]    [D]    

Ég [D]gaf þér forðum
keðju úr gulli um hálsinn þinn,
svo [D/F#]gleymdir þú mér [G]ekki
í dagsins [D/A]amstri nokkurt [A]sinn.
Í [D]augunum þínum svörtu horfði
ég á [D7]sjálfan [Daug]mig um [G]hríð [C#7/G#]    
og ég [D/A]vonaði að ég [Bm]fengi
bara að [G]vera þar [Gm]alla [D/F#]tíð.      [A7]    

[G]Það er margt sem angrar
en [D]ekki er það þó biðin
Því ég [Em]sé það fyrst á rykinu,
hve [A]langur tími er liðinn.
Og ég[G] skrifa þar eitthvað með
fingrinum sem [D]skiptir öllu [B7]máli.
Því að[Em] nóttin mín er dimm
og ein og [A7]dagurinn á báli.

Já, og [D]andlitið þitt málað,
hve ég man það alltaf skýrt,
[D/F#]augnlínur og [G]bleikar varir,
[D/A]brosið svo [A]hýrt.
[D]Jú ég veit vel, að ókeypis
er [D7]allt það [Daug]sem er [G]best. [C#7/G#]    
En [D/A]svo þarf ég að [Bm]greiða
dýru [G]verði [Gm]það sem er [D/F#]verst. [A7]    

Ég [G]sakna þín í birtingu
[D]hafa þig ekki við hlið mér
og ég [Em]sakna þín á daginn
þegar [A]sólin brosir við mér.
Og ég [G]sakna þín á kvöldin
þegar [D]dimman dettur [B7]á.   
En ég [Em]sakna þín mest á nóttinni
er [A7]svipirnir fara á stjá.

Svo [D]lít ég upp og sé
við erum saman þarna tvær
[D/F#]stjörnur á blárri [G]festingunni
sem [D/A]færast nær og [A]nær.
Ég [D]man þig þegar augun mín
eru [D7]opin, [Daug]hverja [G]stund. [C#7/G#]    
En [D/A]þegar ég nú [Bm]legg þau aftur,
[G]fer ég [Gm]á þinn [D/F#]fund. [A7]    [D]    

Tíminn flýgur áfram
og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið
um það hvert hann fer.
En ég vona bara að hann
hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum
keðju úr gulli um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki
í dagsins amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði
ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi
bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar
en ekki er það þó biðin
Því ég sé það fyrst á rykinu,
hve langur tími er liðinn.
Og ég skrifa þar eitthvað með
fingrinum sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín er dimm
og ein og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað,
hve ég man það alltaf skýrt,
augnlínur og bleikar varir,
brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis
er allt það sem er best.
En svo þarf ég að greiða
dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu
að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn
þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin
þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni
er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé
við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni
sem færast nær og nær.
Ég man þig þegar augun mín
eru opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur,
fer ég á þinn fund.

Hljómar í laginu

 • D
 • D/F#
 • G
 • D/A
 • A
 • D7
 • Daug
 • C#7/G#
 • Bm
 • Gm
 • A7
 • Em
 • B7

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...