Enter

Tóta litla tindilfætt

Höfundur lags: Emil Reesen Höfundur texta: Gústaf A. Jónasson Sent inn af: Anonymous
[C]Hún var hýr og [G7]rjóð,
hafði lagleg [C]hljóð,
sveif með söng um [G7]bæinn,
sumarlangan [C]daginn.
Hún var hér og [G7]þar,   
á hoppi alls stað[C]ar,  
en [D7]saumaskap og [G]lestri, [D7]sinnti' hún ekki [G]par.

[C]Tóta litla [G]tindilfætt,
[G7]tók þann arf úr [C]föðurætt
að vilja lífsins [F]njóta,
[G]veslings litla [C]Tóta.
Ýmsum gaf hún [G7]undir fót,
umvandanir [C]dugðu' ei hót.
„Aðrar eru [F]ekki betri' ef [C]að   [G7]er    [A7]gætt,“
[Dm]svaraði hún Tóta litla [G7]tindil[C]fætt.

[C]Mamma Tótu [G7]var,   
mesta ógnar[C]skar
með andlit allt í [G7]hrukkum,
og hún gekk á [C]krukkum.
Eitt sinn upp hún [G7]stóð,
æpti: „Dóttir [C]góð,
[D7]sæktu mér að [G]lesa, [D7]sögur eða [G]ljóð.“

[C]Tóta litla [G]tölti' af stað,
[G7]til að kaupa [C]Morgunblað.
„Seint ert þú á [F]labbi,“
[G]segir Fjólu[C]pabbi.
„Ekkert varðar [G7]þig um það,
ég þarf að fá eitt [C]Morgunblað.
Maður getur [F]alltaf á sig [C]blóm[G7]um    [A7]bætt,“
[Dm]svaraði hún Tóta litla [G7]tindil[C]fætt.

[C]Gamla konan [G7]beið,
gerðist býsna [C]reið.
Er Tóta gekk í [G7]hlaðið,
hún hrifsaði Morgun[C]blaðið.
„Að bjóða bóka[G7]orm,   
blað með svona [C]form.
[G7]Ég heimta' að fá að [G]lesa, [G7]Harðjaxl eða [G]Storm.“

[C]Tóta litla [G]tölti' af stað,
[G7]til að kaupa [C]annað blað.
Lengi mátti' hún [F]ganga,
[G]að leita' að Oddi [C]og Manga.
Farnir voru [G7]fuglar þeir,
til fundarhalda' [C]báðir tveir.
blaðakóngar [F]hafa [C]löngum lý[G7]ðinn [A7]frætt,
[Dm]og að þeim leitar Tóta litla [G7]tindil[C]fætt.

Hún var hýr og rjóð,
hafði lagleg hljóð,
sveif með söng um bæinn,
sumarlangan daginn.
Hún var hér og þar,
á hoppi alls staðar,
en saumaskap og lestri, sinnti' hún ekki par.

Tóta litla tindilfætt,
tók þann arf úr föðurætt
að vilja lífsins njóta,
veslings litla Tóta.
Ýmsum gaf hún undir fót,
umvandanir dugðu' ei hót.
„Aðrar eru ekki betri' ef að er gætt,“
svaraði hún Tóta litla tindilfætt.

Mamma Tótu var,
mesta ógnarskar
með andlit allt í hrukkum,
og hún gekk á krukkum.
Eitt sinn upp hún stóð,
æpti: „Dóttir góð,
sæktu mér að lesa, sögur eða ljóð.“

Tóta litla tölti' af stað,
til að kaupa Morgunblað.
„Seint ert þú á labbi,“
segir Fjólupabbi.
„Ekkert varðar þig um það,
ég þarf að fá eitt Morgunblað.
Maður getur alltaf á sig blómum bætt,“
svaraði hún Tóta litla tindilfætt.

Gamla konan beið,
gerðist býsna reið.
Er Tóta gekk í hlaðið,
hún hrifsaði Morgunblaðið.
„Að bjóða bókaorm,
blað með svona form.
Ég heimta' að fá að lesa, Harðjaxl eða Storm.“

Tóta litla tölti' af stað,
til að kaupa annað blað.
Lengi mátti' hún ganga,
að leita' að Oddi og Manga.
Farnir voru fuglar þeir,
til fundarhalda' báðir tveir.
blaðakóngar hafa löngum lýðinn frætt,
og að þeim leitar Tóta litla tindilfætt.

Hljómar í laginu

  • C
  • G7
  • D7
  • G
  • F
  • A7
  • Dm

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...