Þegar [C]vetur víkur frá
og [F]veðrið [G]fer að [C]hlýna, –
þá er [C]fögur sjón að [Am]sjá
[F]sólina [G]okkar [C]skína.
Dveljir [C]þú í Dakotá
[F]dag um [G]sláttar[C]leytið,
þá er [C]fögur sjón að [Am]sjá
[F]sólina [G]skína’ á [C]hveitið.
[Fmaj7] [G] [C] [Am] [Fmaj7] [G] [C]
„Alco[C]hol“ er hægt að fá,
[F]helzt ef [G]fólk er [C]lasið,
þá er [C]fögur sjón að [Am]sjá
[F]sólina [G]skína’ á [C]glasið.
Sig að [C]skreyta sumum hjá
[F]sýnist [G]æðsta [C]hvötin, –
þá er [C]fögur sjón að [Am]sjá
[F]sólina [G]skína’ á [C]fötin.
[Fmaj7] [G] [C] [Am] [Fmaj7] [G] [C]
Viljir [C]þú í guðshús gá
að [F]glæða [G]trúar[C]brestinn, –
þá er [C]fögur sjón að [Am]sjá
[F]sólina [G]skína’ á [C]prestinn.
Ef ég [C]þyrfti þar að fá
í [F]þrautum [G]huggun [C]mína,
vildi’ ég [C]fyrr en síðar [Am]sjá
[F]sólina [G]hætta’ að [C]skína.
Þegar [C]ég er fallinn frá
og [F]fúna’ í [G]jörðu [C]beinin,
verður [C]fögur sjón að [Am]sjá
[F]sólina [G]skína’ á [C]steininn.
[Fmaj7] [G] [C] [Am] [Fmaj7] [G] [C]
Þegar vetur víkur frá
og veðrið fer að hlýna, –
þá er fögur sjón að sjá
sólina okkar skína.
Dveljir þú í Dakotá
dag um sláttarleytið,
þá er fögur sjón að sjá
sólina skína’ á hveitið.
„Alcohol“ er hægt að fá,
helzt ef fólk er lasið,
þá er fögur sjón að sjá
sólina skína’ á glasið.
Sig að skreyta sumum hjá
sýnist æðsta hvötin, –
þá er fögur sjón að sjá
sólina skína’ á fötin.
Viljir þú í guðshús gá
að glæða trúarbrestinn, –
þá er fögur sjón að sjá
sólina skína’ á prestinn.
Ef ég þyrfti þar að fá
í þrautum huggun mína,
vildi’ ég fyrr en síðar sjá
sólina hætta’ að skína.
Þegar ég er fallinn frá
og fúna’ í jörðu beinin,
verður fögur sjón að sjá
sólina skína’ á steininn.