Enter

Siggi Jóns

Höfundur lags: Dan Andersson Höfundur texta: Jónas Friðrik Guðnason Flytjandi: Ríó Tríó Sent inn af: gilsi
Hann Siggi [A]Jóns í sorgum stórum [D]lenti,
en Siggi [E]Jóns er góður vinur [A]minn,
er Gunna Spíra hringunum í hann [D]henti
og hljópst á [E]brott og fór í kaupstað[A]inn.

[E]Hann Siggi [A]Jóns í sorgum þessum [D]frægum
nú sagðist [E]kveðja vilja fánýtt [A]spil
og komast þegar yfir engla[D]vængi
og upp með [E]söngvum fljúga himins [A]til.

Við hinir [A]skildum aldrei angur [D]þetta
og engan [E]skaða töldum Gunnu [A]að.  
En okkar tilraun angur hans að [D]létta
að engu [E]kom og búið spil með [A]það.

[E]Og Siggi [A]fór eitt kvöld í kola[D]myrkri
og komst í [E]fjósið eftir leyni[A]stig
og brölti upp á bita yfir [D]flórnum
og batt þar [E]reipi fast og hengdi [A]sig.

En Siggi [A]Jóns var seinheppinn svo [D]af bar
því [E]Siggi reipi stal frá Kalla [A]Páls,
sem Kalli stal frá Gulla grút í [D]fyrra
svo grútar[E]reipið þoldi ei Sigga [A]háls

[E]né líka[A]mann og leið því bara [D]sundur
sem lopi [E]væri það og Siggi [A]hraut
í flórinn beint, þó fallið væri ei [D]mikið
var fallið [E]illt og lendingin var [A]blaut.

[F]En ástar[Bb]sorgin sökk í flórinn [Eb]niður
og Siggi [F]öllum tárum hafði [Bb]gleymt.
Svo þessa aðferð afhendi ég [Eb]yður   
er út af [F]slíku sjálfsmorð hafið [Bb]reynt.

[F]La la la [Bb]la, la la, la la la, [Eb]la, la.
La la la [F]la, la la, la la la, [Bb]la.   
Svo þessa aðferð afhendi ég [Eb]yður   
sem út af [F]slíku sjálfsmorð hafið [Bb]reynt.

Hann Siggi Jóns í sorgum stórum lenti,
en Siggi Jóns er góður vinur minn,
er Gunna Spíra hringunum í hann henti
og hljópst á brott og fór í kaupstaðinn.

Hann Siggi Jóns í sorgum þessum frægum
nú sagðist kveðja vilja fánýtt spil
og komast þegar yfir englavængi
og upp með söngvum fljúga himins til.

Við hinir skildum aldrei angur þetta
og engan skaða töldum Gunnu að.
En okkar tilraun angur hans að létta
að engu kom og búið spil með það.

Og Siggi fór eitt kvöld í kolamyrkri
og komst í fjósið eftir leynistig
og brölti upp á bita yfir flórnum
og batt þar reipi fast og hengdi sig.

En Siggi Jóns var seinheppinn svo af bar
því Siggi reipi stal frá Kalla Páls,
sem Kalli stal frá Gulla grút í fyrra
svo grútarreipið þoldi ei Sigga háls

né líkamann og leið því bara sundur
sem lopi væri það og Siggi hraut
í flórinn beint, þó fallið væri ei mikið
var fallið illt og lendingin var blaut.

En ástarsorgin sökk í flórinn niður
og Siggi öllum tárum hafði gleymt.
Svo þessa aðferð afhendi ég yður
er út af slíku sjálfsmorð hafið reynt.

La la la la, la la, la la la, la, la.
La la la la, la la, la la la, la.
Svo þessa aðferð afhendi ég yður
sem út af slíku sjálfsmorð hafið reynt.

Hljómar í laginu

  • A
  • D
  • E
  • F
  • Bb
  • Eb

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...