Enter

Ræfilskvæði

Höfundur lags: Magnús Eiríksson Höfundur texta: Steinn Steinarr Flytjandi: Mannakorn Sent inn af: Anonymous
[C]Ég er réttur og sléttur [G]ræfill,
já, [G7]ræfill, sem ekkert [C]kann.
Ég [Gm]hélt þó hér [C7]forðum, að [F]guð og [Fm]gæfan,
myndi [C]gera úr mér [G7]afbragðs [C]mann.

[C]Ef til vill framsóknar[G]frömuð,
því [G7]fátt er nú göfugra en [C]það,
og ef [Gm]til vill [C7]syngjandi [F]sjálfstæðis[Fm]hetju
með [C]saltfisk í [G7]hjarta[C]stað.

[C]En allt lýtur drottins [G]lögum,
í [G7]lofti, á jörð og í [C]sjó.
Ég [Gm]eltist og [C7]snýst við minn [F]eigin [Fm]skugga
og [C]öðlast ei [G7]stundar [C]ró.  

[C]Sem réttur og sléttur [G]ræfill
ég [G7]ráfa um stræti og [C]torg,
með [Gm]hugann [C7]fullan af [F]hetju[Fm]draumum,
en [C]hjartað [G7]lamað af [C]sorg.

Ég er réttur og sléttur ræfill,
já, ræfill, sem ekkert kann.
Ég hélt þó hér forðum, að guð og gæfan,
myndi gera úr mér afbragðs mann.

Ef til vill framsóknarfrömuð,
því fátt er nú göfugra en það,
og ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju
með saltfisk í hjartastað.

En allt lýtur drottins lögum,
í lofti, á jörð og í sjó.
Ég eltist og snýst við minn eigin skugga
og öðlast ei stundar ró.

Sem réttur og sléttur ræfill
ég ráfa um stræti og torg,
með hugann fullan af hetjudraumum,
en hjartað lamað af sorg.

Hljómar í laginu

  • C
  • G
  • G7
  • Gm
  • C7
  • F
  • Fm

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...