Enter

Nótt í erlendri borg

Höfundur lags: Bergþóra Árnadóttir Höfundur texta: Sigurður Anton Friðþjófsson Flytjandi: Bergþóra Árnadóttir Sent inn af: gilsi
[Am]    [F]    [E]    [Am]    
[Am]    [G/B]    [C]    [G/B]    [Am]    [F]    [E]    
Um [Am]myrk og [G/B]malbikuð [C]stræt[E]i  
[C]mannanna [G]sporin [C]liggja, [E7]    
[Am]arka um [G/B]gangstéttir [C]glað[E]ir  
[C]gefendur, [G]aðrir [F]þiggj[E7]a.   
[C]Skilding er [G]fleygt að [C]fót  [G]um  
[F]fólks sem ölmusu [E]biður.
[Am]Sífellt í [G/B]eyrum [C]ym  [E]ur  
[Am]umferðar [Em]þungur [Am]niður.[G/B]    [C]    [G/B]    [Am]    [F]    [E]    

[Am]Geng ég til [G/B]krár að [C]kveld[E]i,  
[C]kneyfa af [G]dýrum [C]vínum. [E7]    
[Am]Klingjandi [G/B]glasa    [C]glaum[E]ur  
[C]glymur í [G]eyrum [F]mín  [E7]um.   
[C]Sé ég hvar [G]sífellt er [C]hald[G]inn  
[F]siðurinn æva[E]forni.
[Am]Konan sem [G/B]blíðuna [C]býð  [E]ur,  
[Am]bíður á [Em]næsta [Am]horni. [G/B]    [C]    [G/B]    [Am]    [F]    [E]    

Í [Am]upphafi [G/B]lífs var [C]okk  [E]ur  
[C]ævi  [G]þráðurinn [C]gefinn.[E7]    
[Am]Hennar var [G/B]lífsþráður [C]lík  [E]a  
[C]lagður í [G]sama [F]vef  [E7]inn.   
[C]Flestum er [G]gjarnt að [C]gríp[G]a  
[F]grjótið og aðra [E]lasta.
[Am]Sá þeirra er [G/B]syndlaus [C]reyn[E]ist,
[Am]sjálfur má [Em]fyrstur [Am]kasta. [F]    [E]    [Am]    

[Am]    [G/B]    [C]    [G/B]    [Am]    [F]    [E]    
[Am]Á hennar [G/B]auðnu    [C]leys[E]i  
[C]okkur til [G]gamans [C]verða? [E7]    
[Am]Hún sem [G/B]bíður við [C]horn[E]ið  
og [C]hlustar til [G]manna[F]ferð[E7]a,   
er [C]atvik frá [G]köldu [C]kveld[G]i,  
[F]konan sem allir [E]gleyma.
En [Am]myrk og [G/B]malbikuð [C]stræt[G/B]i    
[Am]minningu [Em]hennar [Am]geyma.Um myrk og malbikuð stræti
mannanna sporin liggja,
arka um gangstéttir glaðir
gefendur, aðrir þiggja.
Skilding er fleygt að fótum
fólks sem ölmusu biður.
Sífellt í eyrum ymur
umferðar þungur niður.

Geng ég til krár að kveldi,
kneyfa af dýrum vínum.
Klingjandi glasaglaumur
glymur í eyrum mínum.
Sé ég hvar sífellt er haldinn
siðurinn ævaforni.
Konan sem blíðuna býður,
bíður á næsta horni.

Í upphafi lífs var okkur
æviþráðurinn gefinn.
Hennar var lífsþráður líka
lagður í sama vefinn.
Flestum er gjarnt að grípa
grjótið og aðra lasta.
Sá þeirra er syndlaus reynist,
sjálfur má fyrstur kasta.


Á hennar auðnuleysi
okkur til gamans verða?
Hún sem bíður við hornið
og hlustar til mannaferða,
er atvik frá köldu kveldi,
konan sem allir gleyma.
En myrk og malbikuð stræti
minningu hennar geyma.

Hljómar í laginu

  • Am
  • F
  • E
  • G/B
  • C
  • G
  • E7
  • Em

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...