Enter

Lagður hjá rúmi Cajsu Lísu síðla kvöld eitt

Höfundur lags: Carl Michael Bellman Höfundur texta: Carl Michael Bellman og Þórarinn Eldjárn Flytjandi: Bubbi Morthens og Guðmundur Pétursson Sent inn af: gilsi
Capó á 3. bandi

[C]    [G/B]    [Am]    [G]    [C]    
[C]Geislandi [G/B]dís,     [Am]dýrðlega [C]auga! [G/B]    [Am]    [G]    [C]    
Dúandi [F]höfn [C]er sængurnar [G]lauga!
Flekklausa [C]gjóta!
[G]Nú förum að [C]blóta,[G/B]    [Am]    [G]    
[Em]þeg   [F]ar   [G]dimmt og hljótt er [Am]hús,   
[Em]höfu   [F]nd   [G]svefnsins, [F]Mor  [G]fe  [C]ús. [G/B]    [Am]    
Aftur er [E7]hurð, lokuð er [Am]lúgan,
[Am7/G]lokkaflóð [F]þitt [C]nú krýnir nátt[G]húfan.
Hárkolla Norströms [C]keik
[G]á króknum hangir [C]bleik. [G/B]    [Am]    [G]    
[Em]Sof   [F]naðu [G]við minn selló[Am]leik.
[Em]Sof   [F]naðu [G]við minn [F]sell[G]ó-  [C]leik.

[C]Þrösturinn [G/B]vært, [Am]létt Casja [C]Lísa, [G/B]    [Am]    [G]    [C]    
lauk sínum [F]söng, [C]hve dýrt kveðin [G]vísa!
Sólin er [C]hnigin
[G]og himininn [C]siginn,[G/B]    [Am]    [G]    
[Em]þögn [F]og   [G]friður fallinn [Am]á,   
[Em]Freyj[F]u   [G]blóta [F]vil [G]ég   [C]þá. [G/B]    [Am]    
Úrhellis[E7]regn í rymjandi [Am]loga,
[Am7/G]reisir til [F]himins [C]eldgulan [G]boga,
er sveipast sælt og [C]stillt
[G]í rautt og grænt og [C]gyllt. [G/B]    [Am]    [G]    
[Em]Þög   [F]nuð er [G]Jöfurs þruma [Am]tryllt,
[Em]þög   [F]nuð er [G]Jöfurs [F]þru  [G]ma   [C]tryllt.

[C]Sof þú mín [G/B]dís,     [Am]dreymi þig [C]sögur,[G/B]    [Am]    [G]    [C]    
dagur uns [F]rís [C]með sól klukkan [G]fjögur,
og þú þig [C]reigir
[G]og armana [C]teygir [G/B]    [Am]    [G]    
[Em]í    [F]minn [G]fant og faðmar [Am]mig,   
[Em]fjör   [F]gar [G]nafn og [F]blóð [G]mitt [C]þig. [G/B]    [Am]    
Cajsa þú [E7]deyrð, Drottinn! Hún [Am]andar!
[Am7/G]Dauðinn ber [F]líf [C]og ást við það [G]blandar.
Þótt æðar slái ei [C]ótt  
[G]samt augað blundar [C]rótt. [G/B]    [Am]    [G]    
[Em]Kné   [F]fiðlan [G]góða, góða [Am]nótt,
[Em]kné   [F]fiðlan [G]góða, [F]góð  [G]a   [C]nótt.Geislandi dís, dýrðlega auga!
Dúandi höfn er sængurnar lauga!
Flekklausa gjóta!
Nú förum að blóta,
þegar dimmt og hljótt er hús,
höfund svefnsins, Morfeús.
Aftur er hurð, lokuð er lúgan,
lokkaflóð þitt nú krýnir nátthúfan.
Hárkolla Norströms keik
á króknum hangir bleik.
Sofnaðu við minn sellóleik.
Sofnaðu við minn selló-leik.

Þrösturinn vært, létt Casja Lísa,
lauk sínum söng, hve dýrt kveðin vísa!
Sólin er hnigin
og himininn siginn,
þögn og friður fallinn á,
Freyju blóta vil ég þá.
Úrhellisregn í rymjandi loga,
reisir til himins eldgulan boga,
er sveipast sælt og stillt
í rautt og grænt og gyllt.
Þögnuð er Jöfurs þruma tryllt,
þögnuð er Jöfurs þruma tryllt.

Sof þú mín dís, dreymi þig sögur,
dagur uns rís með sól klukkan fjögur,
og þú þig reigir
og armana teygir
í minn fant og faðmar mig,
fjörgar nafn og blóð mitt þig.
Cajsa þú deyrð, Drottinn! Hún andar!
Dauðinn ber líf og ást við það blandar.
Þótt æðar slái ei ótt
samt augað blundar rótt.
Knéfiðlan góða, góða nótt,
knéfiðlan góða, góða nótt.

Hljómar í laginu

  • C
  • G/B
  • Am
  • G
  • F
  • Em
  • E7
  • Am7/G

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...