Enter

Kveðið eftir vin minn

Höfundur lags: Hörður Torfason Höfundur texta: Halldór Kiljan Laxness Flytjandi: Hörður Torfason Sent inn af: MagS
[E]Þú varst alinn upp á tros
í lífsins ólgu[B7]sjó   

síðan varstu lengi á opnum bát
í lífsins ólgu[E]sjó,
[B7]og    [E]þjóraðir brennivín í landlegu
í lífsins ólgu[B7]sjó.   

Með tímanum urðum við fylliraftar
í lífsins ólgu[E]sjó. [B7]    

[E]Seinna fórstu á skútu
í lífsins ólgu[B7]sjó,   

og þú varst mesti helvítis klámkjaftur
í lífsins ólgu[E]sjó,
[B7]og    [E]þú varst mesti andskotans slagsmálahundur
í lífsins ólgu[B7]sjó.   

Þér hefði verið nær að gifta þig
í lífsins ólgu[E]sjó. [B7]    [E]    

Margt [E]kvöldið hefurðu setið að sumbli
með sigurbros á [B7]vör,   

og hnigið síðan undir borðið
með sigurbros á [E]vör.
[B7]Og nú [E]ertu loksins alveg dauður
með sigurbros á [B7]vör,   

og bráðum er ég hið sama
með sigurbros á [E]vör. [B7]    

Þú [E]snýttir þér oft í gardínur
með sigurbros á [B7]vör,   

spýttir á bakvið mublur
með sigurbros á [E]vör.
[B7]Aldrei [E]varstu á þeirra bandi er máttu sín meir
með sigurbros á [B7]vör,   

og það er ég ekki heldur
með sigurbros á [E]vör. [B7]    [E]    

Þetta [E]mannlíf er undarlegt fyllirí
og enginn fær gert við [B7]því,   

sumir eru kallaðir höfðingjar
og enginn fær gert við [E]því.
[B7]En    [E]flestir eru ekki annað en venjuleg svín
og enginn fær gert við [B7]því,   

svínin eru kóngar í traðinu
og enginn fær gert við [E]því. [B7]    

Þá [E]ertu loksins kominn til helvítis
og enginn fær gert við [B7]því,   

það er varla lakara en annars staðar
enginn fær gert við [E]því.
[B7]Það er [E]sama hvar frómur flækist
enginn fær gert við [B7]því,   

ég snússa mig þá bara á meðan
og enginn fær gert við [E]því. [B7]    

Þú varst alinn upp á tros
í lífsins ólgusjó

síðan varstu lengi á opnum bát
í lífsins ólgusjó,
og þjóraðir brennivín í landlegu
í lífsins ólgusjó.

Með tímanum urðum við fylliraftar
í lífsins ólgusjó.

Seinna fórstu á skútu
í lífsins ólgusjó,

og þú varst mesti helvítis klámkjaftur
í lífsins ólgusjó,
og þú varst mesti andskotans slagsmálahundur
í lífsins ólgusjó.

Þér hefði verið nær að gifta þig
í lífsins ólgusjó.

Margt kvöldið hefurðu setið að sumbli
með sigurbros á vör,

og hnigið síðan undir borðið
með sigurbros á vör.
Og nú ertu loksins alveg dauður
með sigurbros á vör,

og bráðum er ég hið sama
með sigurbros á vör.

Þú snýttir þér oft í gardínur
með sigurbros á vör,

spýttir á bakvið mublur
með sigurbros á vör.
Aldrei varstu á þeirra bandi er máttu sín meir
með sigurbros á vör,

og það er ég ekki heldur
með sigurbros á vör.

Þetta mannlíf er undarlegt fyllirí
og enginn fær gert við því,

sumir eru kallaðir höfðingjar
og enginn fær gert við því.
En flestir eru ekki annað en venjuleg svín
og enginn fær gert við því,

svínin eru kóngar í traðinu
og enginn fær gert við því.

Þá ertu loksins kominn til helvítis
og enginn fær gert við því,

það er varla lakara en annars staðar
enginn fær gert við því.
Það er sama hvar frómur flækist
enginn fær gert við því,

ég snússa mig þá bara á meðan
og enginn fær gert við því.

Hljómar í laginu

  • E
  • B7

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...