Enter

Í sal Hans Hátignar

Höfundur lags: Írskt þjóðlag Höfundur texta: Jónas Árnason Flytjandi: Papar Sent inn af: Anonymous
Í [C]sal Hans [Am]Hátignar [Dm]konan [G7]kom,   
en [F]konan [D7]eitthvað [G]domm var.
Þá [G]tók Hann stóra [C]flösku [Am]fram;
í [Dm]flösku [D7]þeirri [G]romm var.
Og [C]konan [Am]gladdist, og [Dm]kóngsins [G7]drykk
hún [C]kurteis að [F]vörum sér [G7]bar.   
Svo [C]bauð hann [Dm]henni að [C]bresk[Dm]um    [Em]sið   
[C]bragða [Dm]hjá sér [C]visk[Dm]í   [Em]ið,   
en [C]hellti þó [Dm]sérríi [C]sam  [Dm]an    [A7]við,   
því Hann [Dm]séntil[G7]maður [C]var,
[A7]því að [D7]séntil[G7]maður Hann [C]var.

Hann [C]bauð henni [Am]sæti við [Dm]borð úr [G7]eik   
og [F]breskum [D7]réttum [G]hlaðið.
Já, [G]þar var bæði [C]beikon og [Am]egg   
og [Dm]blessað [D7]marme[G]laðið.
Og [C]konan [Am]gladdist og [Dm]gleypti [G7]fljótt
þær [C]gómsætu [F]kræsing[G7]ar;   
því [C]rétt sem [Dm]aðrir [C]ís  [Dm]lensk[Em]ir   
hún [C]aldrei [Dm]hafði neitt [C]bragð[Dm]að    [Em]fyrr   
nema [C]gellur og [Dm]hausa og [C]grað[Dm]hesta[A7]skyr   
eða [Dm]grásleppur [G7]kasúld[C]nar.
[A7]Slíkt er[D7] talið [G7]þjóðlegt [C]þar.

Af [C]víni [Am]konan var [Dm]orðin [G7]ör   
og [F]augun [D7]tekin að [G]glansa.
Þá [G]bukkaði kóngur og [C]beygði [Am]sig   
og [Dm]bauð henni [D7]upp að [G]dansa.
Og [C]konan með [Am]brosi því [Dm]boði [G7]tók   
og [C]blævænginn [F]sundur [G7]dró.   
Og [C]út á [Dm]gólfið þau [C]lið  [Dm]u    [Em]létt   
í [C]Loðvíks [Dm]14.    [C]men  [Dm]ú   [Em]ett;   
og [C]konan var [Dm]orðin svo [C]kó  [Dm]kó   [A7]kett   
að í [Dm]kóngi [G7]hjartað [C]sló [A7]troppó [D7]forte, [G7]allegrett[C]ó.  

Og [C]nóttin [Am]kom, og [Dm]konan [G7]sig   
[F]klæddi hægt og [D7]seint [G]úr;  
(en [G]reyndar þó, hún [C]furðu [Am]fljótt
var [Dm]farin alveg [D7]hreint [G]úr).
Og [C]kóngur í [Am]hjartanu [Dm]fögnuð [G7]fann   
og [C]fiðring [F]hér og [G7]þar;   
því [C]brjóst hennar [Dm]voru [C]býsn[Dm]a    [Em]stór,
og [C]barmurinn [Dm]reis eins og [C]ólg  [Dm]u   [Em]sjór,
en [C]sjálfur úr [Dm]engu [C]samt [Dm]Hann [A7]fór,   
því Hann [Dm]séntil[G7]maður [C]var,
[A7]því að [D7]séntil[G7]maður Hann [C]var.

Í sal Hans Hátignar konan kom,
en konan eitthvað domm var.
Þá tók Hann stóra flösku fram;
í flösku þeirri romm var.
Og konan gladdist, og kóngsins drykk
hún kurteis að vörum sér bar.
Svo bauð hann henni að breskum sið
að bragða hjá sér viskíið,
en hellti þó sérríi saman við,
því Hann séntilmaður var,
því að séntilmaður Hann var.

Hann bauð henni sæti við borð úr eik
og breskum réttum hlaðið.
Já, þar var bæði beikon og egg
og blessað marmelaðið.
Og konan gladdist og gleypti fljótt
þær gómsætu kræsingar;
því rétt sem aðrir íslenskir
hún aldrei hafði neitt bragðað fyrr
nema gellur og hausa og graðhestaskyr
eða grásleppur kasúldnar.
Slíkt er talið þjóðlegt þar.

Af víni konan var orðin ör
og augun tekin að glansa.
Þá bukkaði kóngur og beygði sig
og bauð henni upp að dansa.
Og konan með brosi því boði tók
og blævænginn sundur dró.
Og út á gólfið þau liðu létt
í Loðvíks 14. menúett;
og konan var orðin svo kókókett
að í kóngi hjartað sló troppó forte, allegrettó.

Og nóttin kom, og konan sig
klæddi hægt og seint úr;
(en reyndar þó, hún furðu fljótt
var farin alveg hreint úr).
Og kóngur í hjartanu fögnuð fann
og fiðring hér og þar;
því brjóst hennar voru býsna stór,
og barmurinn reis eins og ólgusjór,
en sjálfur úr engu samt Hann fór,
því Hann séntilmaður var,
því að séntilmaður Hann var.

Hljómar í laginu

  • C
  • Am
  • Dm
  • G7
  • F
  • D7
  • G
  • Em
  • A7

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...