Enter

Í dag skein sól

Höfundur lags: Páll Ísólfsson Höfundur texta: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Flytjandi: Egill Ólafsson og Stefán Islandi Sent inn af: thorgasa7
Capó á 4.bandi

[Am]Í dag skein sól
á [G]sundin [Am]blá   
og [Dm]seiddi [Am]þá,   
er [Dm]sæinn [E]þrá.
Og [Am]skipið lagði
[G]landi [F]frá.
Hvað [G]mundi [Am]fremur
[Dm]farmann [E7]gleðj[Am]a?   
Það [E7]syrtir [Am]að,   
er [Dm]sumir [E]kveðj[Am]a.   

[Am]Ég horfi ein
á [G]eftir [Am]þér,   
og [Dm]skipið [Am]ber   
þig [Dm]burt frá [E]mér.
Ég [Am]horfi ein
við [G]ystu [F]sker,
því [G]hugur [Am]minn   
er [Dm]hjá þér [E7]bund   [Am]inn,   
og [E7]löng er [Am]nótt   
við [Dm]lokuð [E]sund[Am]in.   

En [Am]ég skal biðja
og [G]bíða [Am]þín,   
uns [Dm]nóttin [Am]dvín   
og [Dm]dagur [E]skín.
Þó [Am]aldrei rætist
[G]óskin [F]mín,
til [G]hinsta [Am]dags   
ég [Dm]hrópa og [E7]kall   [Am]a,   
svo [E7]heyrast [Am]skal   
um [Dm]heima [E]all  [Am]a.   

Capó á 4.bandi

Í dag skein sól
á sundin blá
og seiddi þá,
er sæinn þrá.
Og skipið lagði
landi frá.
Hvað mundi fremur
farmann gleðja?
Það syrtir að,
er sumir kveðja.

Ég horfi ein
á eftir þér,
og skipið ber
þig burt frá mér.
Ég horfi ein
við ystu sker,
því hugur minn
er hjá þér bundinn,
og löng er nótt
við lokuð sundin.

En ég skal biðja
og bíða þín,
uns nóttin dvín
og dagur skín.
Þó aldrei rætist
óskin mín,
til hinsta dags
ég hrópa og kalla,
svo heyrast skal
um heima alla.

Hljómar í laginu

  • Am
  • G
  • Dm
  • E
  • F
  • E7

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...