Enter

Hvert örstutt spor

Höfundur lags: Jón Nordal Höfundur texta: Halldór Kiljan Laxness Flytjandi: Sigrún Hjálmtýsdóttir Sent inn af: rokkari
[C]Hvert örstutt [F]spor var [C]auðnuspor með [Am]þér,   
hvert andar[F]tak er [Dm]tafðir [G7]þú hjá [C]mér  
við sólskins[Dm]stund og sæludraumur [C]hár  
minn sátt[Am]máli við Guð um [Dm]þúsund [C]ár  

[C]Hvað jafnast [F]á við [C]andardráttinn [Am]þinn?
Hve öll sú [F]gleði er [Dm]fyrr naut [G7]hugur [C]minn
er orðin [Dm]hljómlaust utangátta [C]tóm  
hjá undr[Am]inu að heyra [Dm]þennan [C]róm  

[C]Hjá undri [F]því að [C]líta lítinn [Am]fót,   
í litlum [F]skóm, og [Dm]vita að [G7]heimsins [C]grjót,
svo hart og [Dm]sárt er honum fjarri [C]enn,
og heimsins [Am]ráð sem brugga [Dm]vondir [C]menn.

[C]Já vita [F]eitthvað [C]anda hér á [Am]jörð,
er ofar [F]standi [Dm] minni [G7]þakkar[C]gjörð,
í stundar[Dm]eilífð eina sumar[C]nótt.
Ó alheims[Am]ljós, ó mynd sem [Dm]hverfur [C]skjótt.

Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
við sólskinsstund og sæludraumur hár
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár

Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn
er orðin hljómlaust utangátta tóm
hjá undrinu að heyra þennan róm

Hjá undri því að líta lítinn fót,
í litlum skóm, og vita að heimsins grjót,
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn.

Já vita eitthvað anda hér á jörð,
er ofar standi minni þakkargjörð,
í stundareilífð eina sumarnótt.
Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt.

Hljómar í laginu

  • C
  • F
  • Am
  • Dm
  • G7

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...