Enter

Högg í haus

Höfundur lags: Hróbjartur Vigfússon Höfundur texta: Hróbjartur Vigfússon Flytjandi: Granít Sent inn af: spason
[A]Er ungur var ég [D]út í [A]sveit
ólgaði í mér [E]æði [A]heit
[D]veiðimannsins [A]villta þrá
því var ég oft að [E]skim' og [A]gá  

[A]Sérhvern ágúst [D]sumar [A]síð  
síst ég sleppti [E]fýla[A]tíð  
þá [D]ferlegt prik mér [A]fékk í hönd
í flestum vösum [E]voru [A]bönd

[A]Gekk ég svo um [D]grýtta [A]slóð
gjarnan jökul[E]vötnin [A]óð  
[D]liti ég einhvern [A]ljósan díl
löngum það taldi [E]vera [A]fýl  

[A]Alltaf þegar [D]fugl ég [A]fann
feiknar veiði[E]löngun [A]brann
[D]hófst á loft mín [A]höndin sterk
harla fljótt var [E]unnið [A]verk

[D]Högg í haus, [A]högg í haus
fljótt eg sló hann [E]högg í[A] haus
[D]högg í haus,[A]högg í haus
áður en spýjan [E]á mig [A]gaus

[A]Heim að kveldi [D]hreykinn [A]gekk
á herðum fýla[E]kippan [A]hékk
[D]ég lákann reytt' og [A]lét í salt
lúinn upp í [E]rúmið [A]valt

[A]Er dagsbrún morguns [D]daufa [A]sá  
ég dreif mig út að [E]skim' og [A]gá  
[D]því veiðimannsins [A]vilta þrá
í vitund minni [E]áfram [A]lá.  

[D]Högg í haus..........

Er ungur var ég út í sveit
ólgaði í mér æði heit
veiðimannsins villta þrá
því var ég oft að skim' og gá

Sérhvern ágúst sumar síð
síst ég sleppti fýlatíð
þá ferlegt prik mér fékk í hönd
í flestum vösum voru bönd

Gekk ég svo um grýtta slóð
gjarnan jökulvötnin óð
liti ég einhvern ljósan díl
löngum það taldi vera fýl

Alltaf þegar fugl ég fann
feiknar veiðilöngun brann
hófst á loft mín höndin sterk
harla fljótt var unnið verk

Högg í haus, högg í haus
fljótt eg sló hann högg í haus
högg í haus,högg í haus
áður en spýjan á mig gaus

Heim að kveldi hreykinn gekk
á herðum fýlakippan hékk
ég lákann reytt' og lét í salt
lúinn upp í rúmið valt

Er dagsbrún morguns daufa sá
ég dreif mig út að skim' og gá
því veiðimannsins vilta þrá
í vitund minni áfram lá.

Högg í haus..........

Hljómar í laginu

  • A
  • D
  • E

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...