Enter

Hin gömlu kynni

Höfundur lags: Árni Pálsson Höfundur texta: Árni Pálsson Flytjandi: Árni Pálsson Sent inn af: Anonymous
Hin [C]gömlu kynni [G7]gleymast ei,
enn [C]glóir vín á [F]skál!
Hin [C]gömlu kynni [G]gleymast ei
[F]gömul [G7]tryggða[C]mál.

Ó, [C]góða, [G7]gamla tíð
með [C]gull í [F]mund!
[C]fyllum, bróðir, [G]bikarinn
og [F]blessum [G7]liðna [C]stund.

Við [C]leiddumst fyrr um [G7]laut og hól,
er [C]lóan söng í [F]mó,  
en [C]draumar svifu, [G]söngur hvarf
úr [F]Silfra[G7]staða[C]skóg.

Ó, [C]góða, [G7]gamla tíð
með [C]gull í [F]mund!
[C]fyllum, bróðir, [G]bikarinn
og [F]blessum [G7]liðna [C]stund.

Við [C]óðum saman [G7]straum og streng
og [C]stóðumst bylgju[F]fall.
En [C]seinna hafrót [G]mæðu og meins
á [F]millum [G7]okkar [C]svall.

Ó, [C]góða, [G7]gamla tíð
með [C]gull í [F]mund!
[C]fyllum, bróðir, [G]bikarinn
og [F]blessum [G7]liðna [C]stund.

Þótt [C]sortnað hafi [G7]sól og lund,
ég [C]syng und laufgum [F]hlyn
og [C]rétti mund um [G]hafið hálft
og [F]heilsa [G7]gömlum [C]vin.

Ó, [C]góða, [G7]gamla tíð
með [C]gull í [F]mund!
[C]fyllum, bróðir, [G]bikarinn
og [F]blessum [G7]liðna [C]stund.

Hin gömlu kynni gleymast ei,
enn glóir vín á skál!
Hin gömlu kynni gleymast ei
né gömul tryggðamál.

Ó, góða, gamla tíð
með gull í mund!
Nú fyllum, bróðir, bikarinn
og blessum liðna stund.

Við leiddumst fyrr um laut og hól,
er lóan söng í mó,
en draumar svifu, söngur hvarf
úr Silfrastaðaskóg.

Ó, góða, gamla tíð
með gull í mund!
Nú fyllum, bróðir, bikarinn
og blessum liðna stund.

Við óðum saman straum og streng
og stóðumst bylgjufall.
En seinna hafrót mæðu og meins
á millum okkar svall.

Ó, góða, gamla tíð
með gull í mund!
Nú fyllum, bróðir, bikarinn
og blessum liðna stund.

Þótt sortnað hafi sól og lund,
ég syng und laufgum hlyn
og rétti mund um hafið hálft
og heilsa gömlum vin.

Ó, góða, gamla tíð
með gull í mund!
Nú fyllum, bróðir, bikarinn
og blessum liðna stund.

Hljómar í laginu

  • C
  • G7
  • F
  • G

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...