Enter

Hin fyrstu jól

Höfundur lags: Ingibjörg Þorbergs Höfundur texta: Kristján frá Djúpalæk Flytjandi: Ýmsir Sent inn af: MagS
[F]Það dimmir og [A7]hljóðnar í [Bb]Davíðs [F]borg,
í [C7]dvala sig strætin [F]þagg[C7]a.   
Í [F]bæn hlýtur [A7]svölun [Bb]brotleg [F]sál  
frá [G7]brunni himneskra [Gm]dag   [C7]ga.   
Öll jörðin er [F]sveipuð [Bb]jóla   [F]snjó
og [G7]jatan er [C7]ungbarns[F]vagga.

[F]Og stjarna [A7]skín gegnum [Bb]skýja [F]hjúp
með [C7]skærum lýsandi [F]bjarm[C7]a.   
Og [F]inn í [A7]fjárhúsið [Bb]birtan [F]berst
og [G7]barnið réttir út [Gm]arm   [C7]a,   
en móðirin, [F]sælasti [Bb]svanni [F]heims
hún [G7]sefur með [C7]bros um [F]hvarma.

[F]Og hjarðmaður [A7]birtist, um [Bb]húsið [F]allt
ber [C7]höfga reykelsis[F]anga[C7]n.   
Í [F]huga [A7]flytur hann [Bb]himni [F]þökk
og [G7]hjalar við reifar[Gm]strang[C7]ann.   
Svo gerir hann [F]krossmark, [Bb]krýpur [F]fram
og [G7]kyssir [C7]barnið á [F]vangann.

Það dimmir og hljóðnar í Davíðs borg,
í dvala sig strætin þagga.
Í bæn hlýtur svölun brotleg sál
frá brunni himneskra dagga.
Öll jörðin er sveipuð jólasnjó
og jatan er ungbarnsvagga.

Og stjarna skín gegnum skýja hjúp
með skærum lýsandi bjarma.
Og inn í fjárhúsið birtan berst
og barnið réttir út arma,
en móðirin, sælasti svanni heims
hún sefur með bros um hvarma.

Og hjarðmaður birtist, um húsið allt
ber höfga reykelsisangan.
Í huga flytur hann himni þökk
og hjalar við reifarstrangann.
Svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.

Hljómar í laginu

  • F
  • A7
  • Bb
  • C7
  • G7
  • Gm

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...