Enter

Gunnar póstur

Höfundur lags: G. Burns Höfundur texta: Loftur Guðmundsson Flytjandi: Haukur Morthens Sent inn af: halldorkrj
[D]Hvellt er á Bröttukleif [G]hornið [D]þeytt,
heiðin að b a ki — og [E]Sörli fetar [A]greitt,
[D]bóndi og hjú kannast [G]hljóm þann [E]við,
í [A]hlað ríður garpur eftir stundar[D]bið.
Gunnar — [G]Gunnar [D]póstur.
[A]Garpur á dökkum [D]jó.  

[D]Koffortahestarnir í [G]langri [D]lest
Léttara stí ga er [E]heim á bæinn [A]sést.
[D]Gunnar í söðli rís og [G]raular [E]lágt,
[A]rjátlar við skeggið sítt og hélu [D]grátt.
Gunnar — [G]Gunnar [D]póstur.
[A]Garpur á dökkum [D]jó.  

[D]Sæluhúsafletin eru um [G]frostnótt [D]köld,
ferðlúnum bíður hlýrri [E]rekkja í [A]kvöld,
[D]rokkþyt að sofna frá og [G]rímna[E]söng
[A]rórra en við stormgný í kletta [D]þröng.
Gunnar — [G]Gunnar [D]póstur.
[A]Garpur á dökkum [D]jó.  

[D]Heiðin — í vetrarmyrkri, [G]hörku og [D]byl,
heiðin — um sumardag við [E]ljós og [A]yl,  
[D]heiðin að baki og í [G]bili lokið [E]för,
[A]á Bröttukleif garpur lyftir horni að [D]vör.
Gunnar — [G]Gunnar [D]póstur.
[A]Garpur á dökkum [D]jó.  

[D]Hver man nú ferða garp og [G]fákinn [D]hans?
Fallið í gleymsku er [E]afrek hests og [A]manns.
[D]Heyrist í Bröttukleif [G]horn þeytt um [E]nátt, —
[A]hver skilur bergmálsrödd, er kveður [D]lágt.
Gunnar — [G]Gunnar [D]póstur.
[A]Garpur á dökkum [D]jó.  

Hvellt er á Bröttukleif hornið þeytt,
heiðin að b a ki — og Sörli fetar greitt,
bóndi og hjú kannast hljóm þann við,
í hlað ríður garpur eftir stundarbið.
Gunnar — Gunnar póstur.
Garpur á dökkum jó.

Koffortahestarnir í langri lest
Léttara stí ga er heim á bæinn sést.
Gunnar í söðli rís og raular lágt,
rjátlar við skeggið sítt og hélu grátt.
Gunnar — Gunnar póstur.
Garpur á dökkum jó.

Sæluhúsafletin eru um frostnótt köld,
ferðlúnum bíður hlýrri rekkja í kvöld,
rokkþyt að sofna frá og rímnasöng
rórra en við stormgný í kletta þröng.
Gunnar — Gunnar póstur.
Garpur á dökkum jó.

Heiðin — í vetrarmyrkri, hörku og byl,
heiðin — um sumardag við ljós og yl,
heiðin að baki og í bili lokið för,
á Bröttukleif garpur lyftir horni að vör.
Gunnar — Gunnar póstur.
Garpur á dökkum jó.

Hver man nú ferða garp og fákinn hans?
Fallið í gleymsku er afrek hests og manns.
Heyrist í Bröttukleif horn þeytt um nátt, —
hver skilur bergmálsrödd, er kveður lágt.
Gunnar — Gunnar póstur.
Garpur á dökkum jó.

Hljómar í laginu

  • D
  • G
  • E
  • A

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...