Enter

Góða tungl

Höfundur lags: Þjóðlag Höfundur texta: Steingrímur Thorsteinsson Flytjandi: Árni Johnsen , Stúlknakór Reykjavíkur og Ýmsir Sent inn af: gilsi
[D]    [A]    [D]    
Góða [D]tungl um loft þú [A]líður,
ljúft við [D]skýja [A]silfur [D]skaut.
Eins og viljinn alvalds [A]býður,
eftir [D]þinni [A]vissu [D]braut.
Öllum [A]þreyttum, ljós þitt [D]ljáðu,
læðstu um [G]glugga [Em]sérhvern [A]inn.
Lát í [D]húmi, hjörtun [A]þjáðu
huggast [D]blítt við [A]geisla [D]þinn.

Góða [D]tungl um götur [A]skírðar
gengur [D]þú og [A]lýsir [D]vel.
Þar er setti sér til [A]dýrðar,
Sjálfur [D]Guð, þitt [A]bjarta [D]hvel.
Lít til [A]vorra lágu [D]ranna,
lát þitt [G]friðar[Em]andlit [A]sjást.
Og sem [D]vinhýr vörður [A]manna
Vitna [D]þú um [A]drottins [D]ást.

Góða [D]tungl í geisla[A]móðu
glansar [D]þú í [A]stjarna[D]sæ  
og með svifi hvelfist [A]hljóðu
hátíð[D]lega' í [A]nætur[D]blæ.
Þú oss [A]færir, frá þeim [D]hæsta
föður [G]mildan [Em]náðar [A]koss,
Og til [D]morguns, gulling[A]læsta,
góða [D]tungl þú [A]leiðir [D]oss.


Góða tungl um loft þú líður,
ljúft við skýja silfur skaut.
Eins og viljinn alvalds býður,
eftir þinni vissu braut.
Öllum þreyttum, ljós þitt ljáðu,
læðstu um glugga sérhvern inn.
Lát í húmi, hjörtun þjáðu
huggast blítt við geisla þinn.

Góða tungl um götur skírðar
gengur þú og lýsir vel.
Þar er setti sér til dýrðar,
Sjálfur Guð, þitt bjarta hvel.
Lít til vorra lágu ranna,
lát þitt friðarandlit sjást.
Og sem vinhýr vörður manna
Vitna þú um drottins ást.

Góða tungl í geislamóðu
glansar þú í stjarnasæ
og með svifi hvelfist hljóðu
hátíðlega' í næturblæ.
Þú oss færir, frá þeim hæsta
föður mildan náðar koss,
Og til morguns, gullinglæsta,
góða tungl þú leiðir oss.

Hljómar í laginu

  • D
  • A
  • G
  • Em

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...