Enter

Gæsamamma

Höfundur lags: Steinunn M. Sigurðardóttir Höfundur texta: Björn Birnir Flytjandi: Óþekkt Sent inn af: biffinn
[F]Gæsamamma gekk af stað með gæsabörnin smáu,
[C]niður á túni hún ætlaði að eta grösin [F]lágu.
[F]Þá kom hrafninn “ kra, kra, krá” kolsvartur í framan,
hann [C]eta vildi unga smá,[F]ekki [C]var [F]það gaman.

[F]Gæsin hvæsti: “Farðu frá! þú færð ei unga mína!”
[C]Og undir vængjum vafði smá veslingana [F]sína.
[F]En hrafninn krunkar: “Kelli mín, ég kroppa þig í stélið
og [C]síðan bít ég börnin þín og [F]brýt þau [C]öll í [F]mélið.

[F]Þennan býsna ljóta leik, Lobba sá, og undur
[C]var hún fljót að koma á kreik með kjaftinn glenntan [F]sundur,
[F]svarta krumma óð hún að og ætlaði að bíta,
þá [C]fljótur krummi flaug af [F]stað því [C]fjarska reið [F]var “títa”.

[F]Þá varð Gæsamamma glöð, góð við sína krakka,
[C]sagði: “Við skulum hó, hæ, hröð henni Lobbu [F]þakka.
[F]Þú hefur tíka lið mér léð, þó lítil sé það borgun,
skaltu [C]eta okkur með [F]okkar [C]graut á [F]morgun.”Gæsamamma gekk af stað með gæsabörnin smáu,
niður á túni hún ætlaði að eta grösin lágu.
Þá kom hrafninn “ kra, kra, krá” kolsvartur í framan,
hann eta vildi unga smá,ekki var það gaman.

Gæsin hvæsti: “Farðu frá! þú færð ei unga mína!”
Og undir vængjum vafði smá veslingana sína.
En hrafninn krunkar: “Kelli mín, ég kroppa þig í stélið
og síðan bít ég börnin þín og brýt þau öll í mélið.

Þennan býsna ljóta leik, Lobba sá, og undur
var hún fljót að koma á kreik með kjaftinn glenntan sundur,
svarta krumma óð hún að og ætlaði að bíta,
þá fljótur krummi flaug af stað því fjarska reið var “títa”.

Þá varð Gæsamamma glöð, góð við sína krakka,
sagði: “Við skulum hó, hæ, hröð henni Lobbu þakka.
Þú hefur tíka lið mér léð, þó lítil sé það borgun,
skaltu eta okkur með okkar graut á morgun.”

Hljómar í laginu

  • F
  • C

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...