Enter

Frá Liðnu Vori

Höfundur lags: Bergþóra Árnadóttir Höfundur texta: Tómas Guðmundsson Flytjandi: Svavar Knútur og Egill Ólafsson Sent inn af: cazteclo
[Dm]Fyrir þennan [Am]glugga hef ég [Bb]gengið [C]mörgum [F]dögum.
Hef [Bb]gengið [A]þar að [Dm]morg   [A]ni   [G]dags, en [A]oftar seint á kvöldin.
Og [C#m]hikandi ég[G#m] beið þess þá að [A]bærðust g[B]luggatj[E]öldin,
og [A]brjóst mitt [G#]hefur[C#m] sko    [F#]lfi   [Gm]ð af [F#]þungum æ[G#]ðaslög[C#m]um.    

[C#m]    [B]    [A]    [G#]    
Og [Dm]hvítir armar [Am]birtust og [Bb]hjartað [C]brann af[F] gleði,
og h[Bb]jartað [A]brann a[Dm]f so   [A]rg   [G]ef þeir f[A]ólu sig í skuggann.
því [C#m]hún var bara [G#m]fimmtán ára og [A]fyrir [B]innan g[E]luggann
og [A]falleg[G#]ust af[C#m] öll    [F#]u þ   [Gm]ví sem [F#]nokkru s[G#]inni s[C#m]keði.    

[C#m]    [B]    [A]    [G#]    
Og [Dm]vorið kom í[Am] maí, eins og [Bb]vorin [C]komu [F]forðum,
með [Bb]vængjaþ[A]yt og [Dm]sól   [A]sk  [G]in og [A]næturkyrrð og angan.
Og [C#m]kvöld eitt niðri á [G#m]bryggju hún [A]kyssti [B]mig [E]á vangann.
Það[A] kvöld gekk[G#] líti[C#m]ð hj    [F#]art   [Gm]a í f[F#]yrsta [G#]sinn ú[C#m]r skorðum.

[C#m]    [B]    [A]    [G#]    
Já, [Dm]skrýtið er að [Am]hafa verið [Bb]ungur [C]einu [F]sinni
og a[Bb]ð það s[A]kuli ha[Dm]fa    [A]ve  [G]rið [A]þessi sami heimur.
Því[C#m] þá var bara [G#m]heimurinn [A]handa [B]okkur [E]tveimur
og [A]hitt var [G#]bara   [C#m] ást    [F#]in    [Gm]sem    [F#]brann í [G#]sálu m[C#m]inni.    

[C#m]    [B]    [A]    [G#]    
Og [Dm]stundum enn, er[Am] byrjar að [Bb]vora um[C] vestur[F]bæinn
mér [Bb]verður [A]á að[Dm] re   [A]ik  [G]a þangað [A]einsömlum á kvöldin.
En [C#m]aldrei framar[G#m] hvítir armar [A]hreyfa gl[B]uggatjö[E]ldin
og [A]húsið [G#]verður[C#m] sjá    [F#]lfs   [Gm]agt    [F#]rifið e[G#]inhver[C#m]n næsta daginn

[C#m]    [B]    [A]    [G#]    

Fyrir þennan glugga hef ég gengið mörgum dögum.
Hef gengið þar að morgni dags, en oftar seint á kvöldin.
Og hikandi ég beið þess þá að bærðust gluggatjöldin,
og brjóst mitt hefur skolfið af þungum æðaslögum.


Og hvítir armar birtust og hjartað brann af gleði,
og hjartað brann af sorg ef þeir fólu sig í skuggann.
því hún var bara fimmtán ára og fyrir innan gluggann
og fallegust af öllu því sem nokkru sinni skeði.


Og vorið kom í maí, eins og vorin komu forðum,
með vængjaþyt og sólskin og næturkyrrð og angan.
Og kvöld eitt niðri á bryggju hún kyssti mig á vangann.
Það kvöld gekk lítið hjarta í fyrsta sinn úr skorðum.


Já, skrýtið er að hafa verið ungur einu sinni
og að það skuli hafa verið þessi sami heimur.
Því þá var bara heimurinn handa okkur tveimur
og hitt var bara ástin sem brann í sálu minni.


Og stundum enn, er byrjar að vora um vesturbæinn
mér verður á að reika þangað einsömlum á kvöldin.
En aldrei framar hvítir armar hreyfa gluggatjöldin
og húsið verður sjálfsagt rifið einhvern næsta daginn

Hljómar í laginu

 • Dm
 • Am
 • Bb
 • C
 • F
 • A
 • G
 • C#m
 • G#m
 • B
 • E
 • G#
 • F#
 • Gm

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...