Enter

En þú varst ævintýr

Höfundur lags: Jófríður Ákadóttir Höfundur texta: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Flytjandi: Pascal Pinon Sent inn af: sesselja1994
[C]Ég var hin þyrsta [Am]þyrnirós,
en [F]þú hið unga [C]vin  
Ég var hinn blindi' er [Am]bað um ljós,
þú [F]blys, sem alltaf [C]skín.
Ég var sú lind, sem leggur [Am]fljótt,
þú léttur [F]blær og [C]hlýr.
Ég var hin þyrsta, [Am]þögla nótt,
sem [F]þráði ævin[C]týr.

Á [G]bak við fjöll [C]beið ég þín,
ég [F]beið þín út við [Am]sund.
Ég [G]las þér fyrstu [Am]ljóðin mín
á [F]lífsins óska[C]stund.
Með [G]kross á brjósti, í [C]hvítum slopp
þú [F]komst að hjarta [Am]mér,   
á [G]lífsins ey, á [Am]dauðans djúp
sló [F]dýrð úr augum [C]þér.

[C]Ég var hin þyrsta [Am]þyrnirós,
en [F]þú hið unga [C]vin,
og [C]nóttin kom með [Am]norðurljós
og [F]nýjan söng til [C]mín.
Við höfðum töfratjöldin [Am]gist   
og [F]tíminn leið þar [C]fljótt,
en [C]þar var bjart og [Am]þú varst kysst
í [F]þúsund og eina [C]nótt.
C
Þó [G]særðir fuglar [C]syngi dátt,
er [F]söngur þeirra [Am]kvein.
Þeir [G]finna til. sem [Am]flugu hátt
og [F]féllu niður á [C]stein.
Og [G]yfir djúpi [C]dimmir fljótt,
er [F]dagur burtu [Am]flýr.
Ég [G]er hin þreytta, [Am]þögla nótt,
en [F]þú varst ævin[C]týr.

Ég var hin þyrsta þyrnirós,
en þú hið unga vin
Ég var hinn blindi' er bað um ljós,
þú blys, sem alltaf skín.
Ég var sú lind, sem leggur fljótt,
þú léttur blær og hlýr.
Ég var hin þyrsta, þögla nótt,
sem þráði ævintýr.

Á bak við fjöll beið ég þín,
ég beið þín út við sund.
Ég las þér fyrstu ljóðin mín
á lífsins óskastund.
Með kross á brjósti, í hvítum slopp
þú komst að hjarta mér,
á lífsins ey, á dauðans djúp
sló dýrð úr augum þér.

Ég var hin þyrsta þyrnirós,
en þú hið unga vin,
og nóttin kom með norðurljós
og nýjan söng til mín.
Við höfðum töfratjöldin gist
og tíminn leið þar fljótt,
en þar var bjart og þú varst kysst
í þúsund og eina nótt.
C
Þó særðir fuglar syngi dátt,
er söngur þeirra kvein.
Þeir finna til. sem flugu hátt
og féllu niður á stein.
Og yfir djúpi dimmir fljótt,
er dagur burtu flýr.
Ég er hin þreytta, þögla nótt,
en þú varst ævintýr.

Hljómar í laginu

  • C
  • Am
  • F
  • G

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...