[A]Á léttum öldum ljóðanna ég ræ [E]
við ljúfan hljóm úr gítarstrengjunum [A]
frá Od[D]dgeir, Árna úr Eyjum og Ása í Bæ[E] [A] [F#]
[B]-Ævintýrasöngvadrengjunum [E]
[A]Það er sem kviknar líf í hverri laut [E]
er lyftist hugur minn á þeirra fund [A]
Ar[D]furinn – sem okkur f[E]éll í skaut [A] [F#]
E[D]yjalöginn – kæta mína lu[E]nd [A]
Sérhvert [D]lag og sérhvert [A]kvæði
[E]var sem sól og léttur blær [A]
[D]Ég vil nema þau í næði [A]
[B]og njóta – meðan hjarta mitt slær [E]
[A]Ég veit þið eruð vinirnir í höfn [E]
sem veittuð okkur söng við dalsins bál [A]
[D]Skrifuð eru ykkar [E]skáldanöf[A]n [F#]
með skra[B]utstöfum í huga minn og sál [E]
[A]Fátæk væri Eyjasagan enn [E]
ef ætti hún ekki þessi lög og ljóð [A]
[D]Aldrei hafa í Eyjum [E]lifað menn[A] [F#]
se[Bm]m eftir skildu ríkulegri sj[E]óð [A]
Sérhvert [D]lag og sérhvert [A]kvæði
[E]var sem sól og léttur blær [A]
[D]Ég vil nema þau í næði [A]
[B]og njóta – meðan hjarta mitt slær [E]
[A]Ég vildi geta ráðið r[E]únirnar
í rökkrinu og talað ykkar m[A]ál
[D]Töfrum slegið tungum[E]álið var [A] [F#]
[B]- Tónlistinni fylgdi Eyjasál [E]
[A]Ég vildi geta samið svona ljóð [E]
og söngva sem að lifa alla me[A]nn
[D]Um ævintýr og undurfögu[E]r fljóð [A] [F#]
[D]og ástina sem blos[E]sar hérna enn [A]
[D]Um ævintýr og undurfögu[E]r fljóð [A] [F#]
[Bm]og ástina sem blossa[E]r hérna enn [A]
Á léttum öldum ljóðanna ég ræ
við ljúfan hljóm úr gítarstrengjunum
frá Oddgeir, Árna úr Eyjum og Ása í Bæ
-Ævintýrasöngvadrengjunum
Það er sem kviknar líf í hverri laut
er lyftist hugur minn á þeirra fund
Arfurinn – sem okkur féll í skaut
Eyjalöginn – kæta mína lund
Sérhvert lag og sérhvert kvæði
var sem sól og léttur blær
Ég vil nema þau í næði
og njóta – meðan hjarta mitt slær
Ég veit þið eruð vinirnir í höfn
sem veittuð okkur söng við dalsins bál
Skrifuð eru ykkar skáldanöfn
með skrautstöfum í huga minn og sál
Fátæk væri Eyjasagan enn
ef ætti hún ekki þessi lög og ljóð
Aldrei hafa í Eyjum lifað menn
sem eftir skildu ríkulegri sjóð
Sérhvert lag og sérhvert kvæði
var sem sól og léttur blær
Ég vil nema þau í næði
og njóta – meðan hjarta mitt slær
Ég vildi geta ráðið rúnirnar
í rökkrinu og talað ykkar mál
Töfrum slegið tungumálið var
- Tónlistinni fylgdi Eyjasál
Ég vildi geta samið svona ljóð
og söngva sem að lifa alla menn
Um ævintýr og undurfögur fljóð
og ástina sem blossar hérna enn
Um ævintýr og undurfögur fljóð
og ástina sem blossar hérna enn