Enter

Breytir borg um svip

Höfundur lags: Kristín Lillendahl Höfundur texta: Kristín Lillendahl Flytjandi: Kristín Lillendahl Sent inn af: MagS
[Dm]Breytir borg um [Gm]svip,
[A]birtu bregða [Dm]fer.   
Skuggar langir [Gm]skríða fram,
það er [A]samkoma á [Dm]Her.   
í [F]Grjótaþorpi [Gm]gömul hús
[C7]geispa' á meðan [F]drekka á Duus
[Dm]dagsins amsturs [Gm]börn og [A]gleyma [Dm]sér. [Bb]    [A]    

Berst frá Hótel [Gm]Borg   
[A]baráttunnar [Dm]ljóð.
Þar inni kveða [Gm]Vísnavinir
[A]verkamannsins [Dm]óð.   
[F]Jón á Austur[Gm]velli er,
[C7]uppi' á stalli [F]einn, hann ber
[Dm]bæjarlífsins [Gm]minning[A]anna [Dm]sjóð. [Bb]    [A]    

Lúin sál á síðum [Dm]frakka
labbar yfir Lækjar[Gm]torg.
Inn í strætóskýlis[A]skarkalann
með dropa sína og [Dm]sorg.
Eyðilegt er Austurstræti, ómar [D7]öldurhúsum [Gm]frá,   
dags þar liðinn þys og [A]læti
leggur skugga' á húsin [Dm]grá. [Bb]    [A]    

Börnum sínum [Gm]er   
[A]borgin skjól og [Dm]vörn   
sem breiðir yfir [Gm]andamamma
[A]unga sína á [Dm]Tjörn
[F]Gistir hana [Gm]gleði og sorg
[C7]glæðir lífi [F]götur, torg.
[Dm]Það er nótt í [Gm]Reykja[A]víkur[Dm]borg. [Bb]    [A]    

Þegar mætir morgun[Dm]bjarmi
myrkri nætur, allt er [Gm]hljótt.
Langt frá heimsins glaumi og [A]harmi
hvílir bærinn vært og [Dm]rótt.
Undir vegg af veikum mætti vaknar [D7]vorsins fyrsta [Gm]blóm.
Syngur hverjum hjartans [A]slætti
söng um lífsins helgi[Dm]dóm.   

Breytir borg um svip,
birtu bregða fer.
Skuggar langir skríða fram,
það er samkoma á Her.
í Grjótaþorpi gömul hús
geispa' á meðan drekka á Duus
dagsins amsturs börn og gleyma sér.

Berst frá Hótel Borg
baráttunnar ljóð.
Þar inni kveða Vísnavinir
verkamannsins óð.
Jón á Austurvelli er,
uppi' á stalli einn, hann ber
bæjarlífsins minninganna sjóð.

Lúin sál á síðum frakka
labbar yfir Lækjartorg.
Inn í strætóskýlisskarkalann
með dropa sína og sorg.
Eyðilegt er Austurstræti, ómar öldurhúsum frá,
dags þar liðinn þys og læti
leggur skugga' á húsin grá.

Börnum sínum er
borgin skjól og vörn
sem breiðir yfir andamamma
unga sína á Tjörn
Gistir hana gleði og sorg
glæðir lífi götur, torg.
Það er nótt í Reykjavíkurborg.

Þegar mætir morgunbjarmi
myrkri nætur, allt er hljótt.
Langt frá heimsins glaumi og harmi
hvílir bærinn vært og rótt.
Undir vegg af veikum mætti vaknar vorsins fyrsta blóm.
Syngur hverjum hjartans slætti
söng um lífsins helgidóm.

Hljómar í laginu

  • Dm
  • Gm
  • A
  • F
  • C7
  • Bb
  • D7

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...