Enter

Bakpokinn

Höfundur lags: Birgir Helgason Höfundur texta: Tryggvi Þorsteinsson Flytjandi: Tryggvi Þorsteinsson Sent inn af: Fish
[G7]Hann [C]ljótur er á [G]litinn
og [Am]líka' er striginn [Em]slitinn
þó [F]bragðast vel hver [C]bit  [Am]inn   
úr[D7] bakpokanum [G]enn.
[G7] Á    [C]mörgum fjalla[G]tindi
í [Am]miklu frosti' og [Em]vindi
hann [F]var það augna[C]ynd  [Am]i   
sem [G]elska [G7]svangir [C]menn.

[G7]Hæ,    [C]gamli pokinn [G]góði
[Am] get ég þess í [Em]ljóði
[F]ég var mesti [C]sóði[Am],   
sem [D7]illa fór með [G]þig.
[G7]Ég    [C]lfól þér allt að [G]geyma,
sem[Am] ei var eftir [Em]heima,
og[F] ekki má því [C]gleym[Am]a,   
[G]aldrei [G7]sveikstu [C]mig.

[G7]Nú    [C]gríp ég gamla [G]malinn
og[Am] glaður held á [Em]dalinn,
því [F]óskasteinn er[C] fali[Am]nn   
við [D7]Íslands hjarta[G]rót.
[G7]Ég    [C]hlýði á lækjar[G]niðinn
og [Am]hlusta á lóu[Em]kliðinn
og [F]finn í hjarta [C]friði[Am]nn   
við [G]fjallsins[G7] urð og [C]grjót.

Hann ljótur er á litinn
og líka' er striginn slitinn
þó bragðast vel hver bitinn
úr bakpokanum enn.
Á mörgum fjallatindi
í miklu frosti' og vindi
hann var það augnayndi
sem elska svangir menn.

Hæ, gamli pokinn góði
nú get ég þess í ljóði
að ég var mesti sóði,
sem illa fór með þig.
Ég lfól þér allt að geyma,
sem ei var eftir heima,
og ekki má því gleyma,
að aldrei sveikstu mig.

Nú gríp ég gamla malinn
og glaður held á dalinn,
því óskasteinn er falinn
við Íslands hjartarót.
Ég hlýði á lækjarniðinn
og hlusta á lóukliðinn
og finn í hjarta friðinn
við fjallsins urð og grjót.

Hljómar í laginu

  • G7
  • C
  • G
  • Am
  • Em
  • F
  • D7

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...