[A]Austfjarðaþokan yfir láð og lög
læðist sínum mjúku daggarfó[E]tum,
þögul hylur fell og tind og daladrög,
dimmust er hjá brekkur[A]ótum.
[A]Sveipar döggvum hlíð og græna grund,
geymir lítinn bát á fiskim[E]iði.
Kyrrlát inn í brjóst og Austfirðingsins lund,
andar sínum dula fr[A]iði.
Hún gle[D]ttist stundum vegfarendur [A]við,
og vak[E]ið getur þeirra re[A]iði,
er he[D]nnar vegna hafa verða [A]bið
um há[E]nótt upp á Fjarðarh[A]eiði.
[D]Hurðinni laumaðu loku f[A]rá
og læðstu út í vorkvöldið hýr á [D]brá.
Austfjarðarþokan er e[G]ngri þoku lík,
hún er elsk[A]endum góð og skilning[D]srík.
[D]Spor þeirra felur á grænni gr[A]und
með glitrandi döggvum um óttust[D]und.
Náttlangt hún hylur velli, vötn og g[G]il,
en v[A]íkur fyrir sólinni um dagmála[D]bil.
Austfjarðaþokan yfir láð og lög
læðist sínum mjúku daggarfótum,
þögul hylur fell og tind og daladrög,
dimmust er hjá brekkurótum.
Sveipar döggvum hlíð og græna grund,
geymir lítinn bát á fiskimiði.
Kyrrlát inn í brjóst og Austfirðingsins lund,
andar sínum dula friði.
Hún glettist stundum vegfarendur við,
og vakið getur þeirra reiði,
er hennar vegna hafa verða bið
um hánótt upp á Fjarðarheiði.
Hurðinni laumaðu loku frá
og læðstu út í vorkvöldið hýr á brá.
Austfjarðarþokan er engri þoku lík,
hún er elskendum góð og skilningsrík.
Spor þeirra felur á grænni grund
með glitrandi döggvum um óttustund.
Náttlangt hún hylur velli, vötn og gil,
en víkur fyrir sólinni um dagmálabil.