Enter

Annar Í Jólum

Höfundur lags: Jim Henson , Kenneth Ascher og Paul Williams Höfundur texta: Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson Flytjandi: Baggalútur Sent inn af: thorarinn93
[C]Er eitthvað [Am]sérstakt við [F]annan dag [G]jóla
er [C]einhver sem [Am]fæddist þann [F]dag  
[C]Á hann sér [Am]sögu, [F]augljósan [G]tilgang,
[C]á hann sitt [Am]einkennis[F]lag  

[F]Í ætt var það reyndar sem rétt er að nefna
og [Em]ráðlagt að staldra aðeins við
[F]Fjölskyldu[G]boðið [Em]annan í [A]jólum
þann [F]fallega [G]íslenska [C]sið  

[C]Organdi [Am]smákrakkar, [F]ærðir af [G]sykri
[C]Unglingar [Am]fýldir með [F]gos  
[C]timbraðar [Am]systur með [F]syfjaða [G]maka
og [C]sífreðin [Am]ámálu [F]bros

[F]Ógiftar frænkur í aðþrengdum kjólum
og [Em]akfeitir frændur í stíl
[F]Fjölskyldu[G]boðið [Em]annan í [A]jólum
það [F]er einhver [G]klassi yfir [C]því  

[G]Fjölskyldan [C]saman á [G]ný  
í [F]sindrandi [C]seríu [G]ljóma

[C]Útkeyrðar [Am]mæður á [F]meltunni [G]liggja
í [C]munnvikum [Am]ris ala [F]mand
[C]Úti á [Am]svölum er [F]amma að [G]reykja
[C]alsæl með [Am]kaffi og [F]Grand

[F]Tengdó er komin á trúnó með afa
[Em]Tertan er farin í spað
[F]Fjölskyldu[G]boðið [Em]annan í [A]jólum
það [F]er eitthvað [G]sérstakt við [A7]það   
[F]Fjölskyldu[G]boðið [Em]annan í [A]jólum
það [F]er eitthvað [G]sérstakt við [C]það  

[C]Jóla[G]boðið [Am]annan í [G]jólum
þó [F]eitthvað sé [G]bogið við [C]það  

Er eitthvað sérstakt við annan dag jóla
er einhver sem fæddist þann dag
Á hann sér sögu, augljósan tilgang,
á hann sitt einkennislag

Í ætt var það reyndar sem rétt er að nefna
og ráðlagt að staldra aðeins við
Fjölskylduboðið annan í jólum
þann fallega íslenska sið

Organdi smákrakkar, ærðir af sykri
Unglingar fýldir með gos
timbraðar systur með syfjaða maka
og sífreðin ámálu bros

Ógiftar frænkur í aðþrengdum kjólum
og akfeitir frændur í stíl
Fjölskylduboðið annan í jólum
það er einhver klassi yfir því

Fjölskyldan saman á ný
í sindrandi seríu ljóma

Útkeyrðar mæður á meltunni liggja
í munnvikum ris ala mand
Úti á svölum er amma að reykja
alsæl með kaffi og Grand

Tengdó er komin á trúnó með afa
Tertan er farin í spað
Fjölskylduboðið annan í jólum
það er eitthvað sérstakt við það
Fjölskylduboðið annan í jólum
það er eitthvað sérstakt við það

Jólaboðið annan í jólum
þó eitthvað sé bogið við það

Hljómar í laginu

  • C
  • Am
  • F
  • G
  • Em
  • A
  • A7

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...