Enter

Allt sem ég hef misst

Höfundur lags: Freyr Eyjólfsson og Magnús R. Einarsson Höfundur texta: Davíð Þór Jónsson Flytjandi: Sviðin jörð Sent inn af: MagS
[E]Bjarnarfjörður, Barmahlíð, Búðir, Lómagnúpur,
Dynjandi og Dimmuborgir, Djúpavík og [B7]Núpur,
Arnarstapi og Ólafsvíkurenni,
og allir þessir staðir sem ég heimsótti með [E]henni,
[B7]kátt var á hjalla er ég kom til ykkar [E]fyrst.
[A]minnið þið mig [B7]aðeins á allt sem ég hef [E]misst.

[E]vakna að morgni, malla kaffi, mogganum hennar fletta,
sjá það þarf að taka til og tár á blöðin [B7]detta,
skæla svo eins og skrúfað væri frá krana.
Jafnvel myndin í speglinum minnir á [E]hana.
[B7]Andavaka um nætur með enga matar[E]lyst,
það [A]eina sem ég hugsa [B7]um er allt sem ég hef [E]misst.

[E]Að ráfa um í reiðuleysi rétt eins og dæmdur maður,
finnast íbúðin auð og tóm og andstyggilegur [B7]staður,
Særður og lúinn og samviskubitinn.
Enn er far við vaskinn eftir vara[E]litinn.
Þær [B7]yndislegu varir fæ ég aldrei framar [E]kysst.
Ó, [A]ekkert var eins [B7]dýmætt og allt sem ég hef [E]misst.

[E]Bjarnarfjörður, Barmahlíð, Búðir, Lómagnúpur,
Dettifoss og Dyrhólaey, Dritvík og [B7]Núpur.
Arnarstapi og Ólafsvíkurenni,
ég heimsæki ykkur aldrei aftur með [E]henni.
[B7]Hjarta mitt er soltið og sál mín er [E]þyrst,
og [A]alls staðar minning[B7]ar um allt sem ég hef [E]misst,
og [A]alls staðar minning[B7]ar um allt sem ég hef [E]misst,
og [A]alls staðar minning[B7]ar um allt sem ég hef [E]misst.

Bjarnarfjörður, Barmahlíð, Búðir, Lómagnúpur,
Dynjandi og Dimmuborgir, Djúpavík og Núpur,
Arnarstapi og Ólafsvíkurenni,
og allir þessir staðir sem ég heimsótti með henni,
kátt var á hjalla er ég kom til ykkar fyrst.
Nú minnið þið mig aðeins á allt sem ég hef misst.

Að vakna að morgni, malla kaffi, mogganum hennar fletta,
sjá það þarf að taka til og tár á blöðin detta,
skæla svo eins og skrúfað væri frá krana.
Jafnvel myndin í speglinum minnir á hana.
Andavaka um nætur með enga matarlyst,
það eina sem ég hugsa um er allt sem ég hef misst.

Að ráfa um í reiðuleysi rétt eins og dæmdur maður,
finnast íbúðin auð og tóm og andstyggilegur staður,
Særður og lúinn og samviskubitinn.
Enn er far við vaskinn eftir varalitinn.
Þær yndislegu varir fæ ég aldrei framar kysst.
Ó, ekkert var eins dýmætt og allt sem ég hef misst.

Bjarnarfjörður, Barmahlíð, Búðir, Lómagnúpur,
Dettifoss og Dyrhólaey, Dritvík og Núpur.
Arnarstapi og Ólafsvíkurenni,
ég heimsæki ykkur aldrei aftur með henni.
Hjarta mitt er soltið og sál mín er þyrst,
og alls staðar minningar um allt sem ég hef misst,
og alls staðar minningar um allt sem ég hef misst,
og alls staðar minningar um allt sem ég hef misst.

Hljómar í laginu

  • E
  • B7
  • A

Veldu hljóðfæri

Veldu nýja tóntegund

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Staðfesti notandanafn...