Enter

Hvernig á að búa til söngbók?

Hér eru einfaldar leiðbeiningar sem ættu að hjálpa flestum við að búa til sína fyrstu söngbók á gítargrip.is. Ef hins vegar spurningar vakna má hafa samband við stjórnendur vefsins.

1. Búa til nýja söngbók

Til að búa til nýja söngbók þá þarf notandinn að vera innskráður. Hægt er að fara nokkrar mismunandi leiðir að því að búa til söngbókina, og verða þær raktar hér að neðan.

Frá forsíðu:

Til að búa til söngbók frá forsíðu þá er nóg að smella á linkinn í gula glugganum sem segir Búðu til þína eigin söngbók. Við það verður notandinn annað hvort færður á söngbókarsíðuna þar sem hann getur unnið í söngbókunum sínum ef hann á til söngbækur fyrir. Ef engar söngbækur hafa verið búnar til þá sprettur upp gluggi þar sem hægt er að búa til söngbók.

Ef að smellt er á Söngbækur á forsíðu þá birtist þar efst hnappur til að búa til söngbækur. Þegar söngbókin hefur verið búin til þá ætti hún að sjást í listanum yfir söngbækurnar þínar þar fyrir neðan

Ef að farið er inn á lagasíðu þá birtist í vinstri dálknum hnappur til að búa til söngbækur. Þegar smellt er á hann er hægt að skrifa inn nafn söngbókar og smella síðan aftur á Búa til söngbók. Þá ætti nafn söngbókarinnar að birtast í lista yfir söngbækur beint fyrir ofan.

2. Setja lög í söngbók

Þegar lög á síðunni eru skoðuð þá birtist listi yfir söngbækur sem notandi hefur búið til í stikunni vinstra megin við lagið. Ef að lagið sem skoðað er hefur ekki verið sett í söngbókina, þá birtist nafn hennar fyrir ofan hnapp sem lítur svona út:

[MYND]

Með því að haka við söngbókina og smella síðan á Bæta #### í valdar söngbækur þá bætist lagið við í söngbókina og söngbókin færist niður í neðri kassa þar sem hægt er að fjarlægja það. Taka skal fram að með því að haka við margar söngbækur í einu er hægt að bæta laginu í fleiri en eina söngbók.

3. Fjarlægja lag úr söngbók

Ef að lagið sem skoðað er hefur verið sett í söngbókina, þá birtist nafn hennar fyrir ofan hnapp sem lítur svona út:

[MYND]

Með því að haka við söngbókina og smella síðan á Fjarlægja #### úr völdum söngbókum þá er lagið fjarlægt úr söngbókinni og söngbókin færist upp í efri kassan þar sem hægt er að bæta laginu aftur í hana. Taka skal fram að með því að haka við margar söngbækur í einu er hægt að fjarlægja lagið úr fleiri en einni söngbók á sama tíma.

4. Breyta nafni söngbókar

Til að breyta nafni söngbókar þarf að fara inn á söngbókarsíðuna. Þangað er hægt að komast með því að smella á Söngbækur annað hvort á forsíðunni eða í vinstri valmyndinni á lagasíðum. Þá birtist listi yfir allar söngbækur sem notandi hefur búið til. Með því að smella á nafn söngbókarinnar er hægt að breyta nafni hennar. Síðan er smellt á vista til að vista breytingarnar eða hætta við til að afturkalla breytingarnar.

[MYND]

5. Breyta lagaröðun í söngbók

Til að breyta lagaröðun í söngbók þarf að fara inn á söngbókarsíðuna. Þangað er hægt að komast með því að smella á Söngbækur annað hvort á forsíðunni eða í vinstri valmyndinni á undirsíðum. Þá kemur upp listi yfir söngbækurnar.Með því að smella á lagafjöldann í söngbókinni þá fæst upp listi yfir lög í söngbókinni. Efst í þessum lista er hægt að velja hvort söngbókinni er raðað eftir nafni lags, nafni höfunda eða eigin röð. Þegar eigin röð er valin þá breytist músarbendillinn og hægt er að smella á lögin og draga þau til í röðinni. Röð laganna vistast sjálfkrafa.

[MYND]

6. Búa til PDF skjal úr söngbókinni

Til að breyta lagaröðun í söngbók þá þarf að smella á Söngbækur annað hvort á forsíðunni eða í vinstri valmyndinni á undirsíðum. Þá kemur upp listi yfir söngbækurnar. Með því að smella á PDF hlekkinn fyrir aftan nafn viðkomandi söngbókar þá fæst listi yfir þær tegundir söngbóka sem hægt er að búa til. Til að búa til söngbók er smellt á tannhjólið fyrir aftan þá tegund sem fólk vill búa til. Þá fer síðan að búa til söngbókina og á meðan birtist biðmerki í línunni. Athugið að nokkur tími getur liðið áður en söngbókin er tilbúin (c.a. 30 sek per 100 lög)!

[MYND]

Þegar söngbókin hefur verið búin til þá hverfur þetta biðmerki og 2 merki birtast. Annað merkið stendur fyrir söngbækur án gítargripa og hin fyrir söngbækur með gítargripum. Til þess að ná í söngbókina er nóg að smella á þessi merki. Athugið að ef að söngbók er breytt (lögum eytt eða bætt við eða röðun laga breytt) þá þarf að smella aftur á tannhjólið til að endurgera söngbókina!

 
Staðfesti notandanafn...