Enter

Algengar spurningar

Þarf ég að búa til nýjan notanda ef ég var með notanda á gamla vefnum?

Nei, við fluttum alla notendur yfir frá gamla vefnum þannig það eina sem þú þarft að gera er að virkja hann. Þú gerir það með því að smella á þennan link og fylgja leiðbeiningunum á síðunni. Þú færð svo sendan tölvupóst með hlekk sem þú þarft að smella á og þá verður notandinn virkur.

Verður til nýr notandi ef ég tengist með Facebook?

Já og nei. Ef þú áttir notanda á gamla vefnum, þá geturðu tengt hann við Facebook með því að fylgja leiðbeiningunum á þessari síðu. Ef þú smellir beint á “Tengjast með Facebook” hnappinn, þá verður til nýr notandi.

Get ég tengst án þess að nota Facebook?

Já, það er ekkert mál. Þú gerir það með því að smella á innskráningarhlekkinn efst í vinstra horninu á þessari síðu.

Hvað með allar söngbækurnar sem ég var búinn að búa til?

Ef þú virkjaðir gamla notandan, þá eru söngbækurnar þínar allar á sínum stað hérna. En ef þú bjóst til nýjan notanda, þá ertu í raun að byrja frá grunni.

Ég finn ekki lagið sem ég er að leita að, af hverju ekki?

Það er hugsanlegt að lagið sem þú ert að leita að sé ekki skráð í gagnagrunninn okkar. Þú getur skráð það á óskalistann og fengið þannig einhvern annan notanda á vefnum til að senda okkur textann ásamt gítargripum.

Leitin er eitthvað skrítin, get ég ekki fengið gömlu leitarvirknina aftur?

Eftir því sem vefurinns stækkaði og lögunum fjölgaði varð sífellt erfiðara fyrir okkur að viðahalda öflugri leitarvél, þannig við ákváðum að leita á náðir Google og sækja þaðan það leitarafl sem við þurfum.

Leitin á Gítargrip.is í dag er því sú sama og 90% netnotenda nota dags daglega á Google.com og við erum sannfærðir um að með því að fara þessa leið, þá sé auðveldara fyrir notendur að finna það efni sem þeir þurfa að finna og mun auðveldara fyrir okkur að koma nýjum lögum á framfæri til notendanna.

Ég kann bara G,C,D en “Ég kann bara leitin” skilar mér lögum með fleiri gripum. Af hverju?

Við forrituðum leitina þannig að hún skilar þér lögun með þeim gripum sem þú kannt fyrst, en eftir því sem neðar dregur í listann, þá bætum við við gripum sem við teljum að sé auðvelt að læra. Ef að engin lög koma fram með akkurat þeirri gripasamsetningu sem þú baðst um, þá eigum við væntanlega ekki til lög sem eru útsett þannig.

Er þessi þjónusta lögleg?

Já, við höfum gert samning við STEF og greiðum STEF-gjöld, sem gefur okkur leyfi til að nota textana í söngbækur til einkanota. Ef þú ert að gera söngbók fyrir fyrirtækið þitt, árshátið eða annann skipulagðan mannfagnað ber að greiða sérstaklega af því. Hafðu því endilega samband og við reddum þér.

 
Staðfesti notandanafn...