Enter

Jóhann G. Jóhannsson

Tónlistar- og myndlistamaður

Jóhann G. Jóhannsson er fæddur 22. febrúar 1947 í Keflavík.  Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum að Bifröst í Borgarfirði árið 1965. Tónlistarferil sinn hóf hann með Skólahljómsveit Samvinnuskólans haustið 1963 og var hljómsveitarstjóri hennar 1964-65.

Jóhann gerðist tónlistarmaður að atvinnu árið 1966 með stofnun hljómsveitarinnar Óðmenn, sem söngvari og bassaleikari. Hann var í Óðmönnum þegar hann samdi tónlistina við Óla Popp – fyrsta íslenska popp-söngleikinn.

Á ferlinum lék hann með eftirfarandi hljómsveitum: Straumar (1965), Óðmenn (1966-68), Musica Prima (1968-69), Óðmenn II (1969-70) Tatarar (1971), Náttúra (1972) og Póker (1978). Eftir það hefur hann komið fram sem flytjandi við ýmis tækifæri s.s. 50 ára afmælishátíð FÍH og tekið þátt í skemmtidagskrám: Bítlaæðið á Broadway, 5 Stjörnukvöld í Þórscafé, Tekið á loft í Glaumbergi í Reykjanesbæ o.fl. 1986 í Hollywood 1986 þar sem Óðmenn komu fram nokkur kvöld.

1971 hélt hann sína fyrstu myndlistarsýningu og hefur upp frá því unnið jöfnum höndum að myndlist og tónlist. Yfir 200 lög og textar hafa komið út eftir hann og hefur fjöldi þeirra notið mikilla vinsælda í flutningi ýmissa listamanna, auk hans sjálfs.

Sigurvegari í fyrstu Landslagskeppninni 1989 með laginu Við eigum samleið og hefur komist nokkrum sinnum í undanúrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins og erlendum söngvakeppnum s.s.American Song Festival, Castlebar, Song of the Year, Unisong, o.fl.

Var á sýnum tíma heiðraður ásamt Axel Einarssyni fyrir Hjálpum þeim 1986 en textinn er eftir JGJ. Að mestu sjálfmenntaður í tónlistinni en stundaði nám í Tónlistarskóla Kópavogs í raftónlist í TTK 1995-1999.

Helstu Útgáfur tónlistar

 • 1970 Óðmenn II (tvöfalt album)
 • 1974 Langspil (1. sólópl.)
 • 1976 Mannlíf (2. sólópl.)
 • 1979 Kysstu mig-Íslensk kjötsúpa/Íslensk kjötsúpa
 • 1979 Heildarútgáfa JGJ
 • 1988 Myndræn áhrif (3. sólópl.)
 • 1991 Gullkorn JGJ – 37 lög og textar, nótnabók fyrir píanó, mfl. geislaplata með 19 lögum leiknum á píanó
 • 1993 Gullinn sax – instrumental/Halldór Pálsson
 • 1997 Asking for love/Ýmsir
 • 1999 3 Pýramídar- raftónverk eftir JGJ gefið út í tilefni aldamótanna 2000 - 2001
 • 2003 Gullkorn Jóhanns G. Jóhannssonar – 18 lög og textar JGJ – ýmsir flytjendur
 • 2009 Á langri leið (4.sólópl)
 • 2010 JohannG In English/tvöfalt albúm. CD1 með Jóhanni sem flytjanda og CD2 með 30 þekktum flytjendum. 28 lög Jóhanns og textar öll á ensku.

Lög og textar til stuðnings sérstökum málefnum

 • 1979 Burt með reykinn/Samstarfsnefnd um reykingavarnir, útgáfa í tengslum við Reyklausan dag 23. janúar 1979 – 2 lög og textar eftir JGJ
 • 1985 Hjálpum þeim (texti JGJ við lag Axels Einarssonar)
 • 1994 Yrkjum Ísland (lag og texti JGJ) Hvatningarátak Yrkjum Íslands til stuðnings Landgræðslusjóði
 • 2002 Hvatningarátak-HÆTTUM AÐ REYKJA! samstarfsverkefni JGJ & UMFÍ. Á vegum átaksins kom út CD Hættum að reykja með lögunum Tóm tjara, Furðuverk og Svæla, svæla, reykjarsvæla.
 • 2003 Verndum hálendið 17 lög/ýmsir flytjendur. Gefin út til stuðnings verndun hálendisins.


Önnur útgáfa: 1977 Ljóðabókin Flæði, Íslenskar draugasögur og söguljóð. Upplestur: Ævar Kvarna.
Tónlist: Áskell Máson 1983.
Ljóðabók: Flæði 1976

Myndlist, fyrirtækjarekstur, félagsmál

Sem myndlistarmaður hefur Jóhann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Síðustu ár hafa hughrif íslenskrar náttúru verið aðal viðfangsefni hans í myndlistinni. Fjöldi verka eftir hann eru í eigu opinberra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Samhliða listsköpun hefur Jóhann verið aðili að stofnun og rekstri fyrirtækja á sviði myndlistar og tónlistar: 1980-85 Gallery Lækjartorg hf., síðar Listamiðstöðin hf., 1990-93 Púlsinn – tónlistarbar (Tónlistarmiðstöðin hf.), 2001 Caviar Music hf. Hann hefur jafnframt verið virkur í félagsmálum tónlistarmanna, einn af stofnendum SATT (Samtök alþýðutónskálda og tónlistarmanna) og m.a. setið um árabil í stjórn FTT og STEFs og verið meðlimur í FÍH. Er félagi í SÍM og FÍM. Heiðraður 2003 af Íþrótta og Tómstundarráði Reykjavíkur sem frumkvöðull Músiktilrauna ÍTR.Gerður að heiðursfélaga FTT haustið 2003.

Beint samband við Jóhann G

Jóhann G. Jóhannsson

Ránargata 17
101 Reykjavík
Hs: 562 8689
Gsm: 697 6206 Netf. 
Netfang: [email protected]
www.johanng.is
www.myspace.com/jogjo
www.broadjam.com/johanng

 

 
 
Staðfesti notandanafn...