Enter

Erla Þorsteinsdóttir

Erla Þorsteins (Erla Þorsteinsdóttir) er ein ástsælasta söngkona 20. aldarinnar og var oft kölluð stúlkan með lævirkjaröddina, söngferill hennar spannaði hins vegar aðeins fimm ár en hún hætti að syngja 26 ára gömul til að sinna eiginmanni og fjölskyldu. Þrátt fyrir það náði hún að gefa út fjölmargar smáskífur á þeim tíma og á þeim er að finna fjöldann allan af lögum sem hún gerði ódauðleg. Erla fæddist á Sauðárkróki 1933 og hóf snemma að syngja og leika á gítar á heimaslóðum en gítarinn hafði hún fengið í fermingargjöf. Átján ára fluttist hún til Danmerkur til að starfa við þjónustu en söngferill hennar hófst mjög snögglega og fyrir alvöru er henni bauðst að syngja og leika á gítar í dönskum útvarpsþætti snemma árs 1954, það voru lögin Til eru fræ og Kvöldið var heiðskírt og hljótt. Í beinu framhaldi opnuðust henni fjölmargar gáttir og tækifæri til að koma sér á framfæri, og í kjölfarið einnig að syngja inn á plötur.

 
 
Staðfesti notandanafn...