Enter

Bjarni Ómar

Bjarni Ómar Haraldsson, þekktastur sem Bjarni Ómar (fæddur 24. maí 1969 á Akureyri) er íslenskur tónlistarmaður. Bjarni hefur getið sér gott orð sem söngvari og gítarleikari og hefur starfað í yfir tuttugu og fimm ár við dans- og tónleikahald með hljómsveitinni Kokkteill (Antik) frá Raufarhöfn. Í dag er hann söngvari og gítarleikari í hljómsveitunum Sífrera og Nostal. Auk þess að taka þátt í alls konar tónlistarverkefnum meðfram hljómsveitarstarfinu hefur hann komið reglulega fram sem trúbador. Bjarni hefur gefið út tvær sólóplötur sem báðar má finna á helstu tónlistarveitum s.s. Spotify. Árið 1998 sendi hann frá sér plötuna Annað líf. Platan inniheldur tólf lög sem Bjarni samdi á árunum 1987 – 1998 og fóru upptökur plötunnar fram á Akureyri. Önnur sólóplatan Fyrirheit, kom út árið 2008 og var hún að mestu leyti tekin upp í Danmörku. Fyrirheit hefur að geyma tólf lög og eru flestar lagasmíðarnar melódískt popp í rólegri kantinum sem samin voru yfir stutt tímabil á árunum 2007 - 2008. Ástin og samkipti kynjanna skipa stórt hlutverk í textagerð þeirrar plötu. Bjarni hefur auk þess að semja texta við eigin tónsmíðar unnið með ýmsum textahöfundum s.s. Jónasi Friðrik Guðnasyni, Oddi Bjarna Þorkelssyni, Arnari S. Jónssyni og Helga Jónssyni. Báðar plöturnar voru unnar í samstarfi við Borgar Þórarinsson sem sá um upptökustjórn og hljóðvinnslu. Artist link á Spotify má nálgast á slóðinni https://open.spotify.com/artist/30NBEBMzDmnnw5lvs5yE90?si=hqaDFsfMQDyoqc97qkPPKQ

 
 
Staðfesti notandanafn...