Enter

Að auglýsa á Gítargrip.is

Af hverju að auglýsa á Gítargrip.is?

Umferð:
Í maí 2010 var Gítargrip með um 16.000 einstaka gesti, 40.000 heimsóknir og 282.000 síðuflettingar. Meðalgesturinn er um 8 mínútur inni á vefnum í einu og skoðar að meðaltali 7 mismunandi síður í heimsókninni. (Upplýsingar teknar úr Google Analytics).

Þar fyrir utan er hægt að kaupa auglýsingar í PDF söngbókunum okkar. Á síðasta ári voru gerðar um 5.000 söngbækur með samtals yfir 170.000 blaðsíðum. Söngbækurnar eru því frábærar fyrir brand-auglýsingar eða langlíf skilaboð.

Markaðurinn:
Flestir eru gestirnir frá Íslandi (90%), en þar á eftir koma gestirnir frá Skandinavíu löndunum, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi og öðrum evrópulöndum. Gítargrip.is verður tveggja ára gamall á þessu ári og hefur frá opnun sýnt öruggan vöxt svo til mánaðarlega.

Það eru tvær leiðir til að birta auglýsingar á Gitargrip.is.

1. Kaupa auglýsingu beint af okkur með því að senda okkur póst eða hringja í síma 897 2099.

2. Kaupa auglýsingar á Google AdWords.

Athugið að vegna þess að okkar eigin auglýsingasala hefur forgang yfir þær sem koma frá AdWords, þá er ekki víst að auglýsingin þín birtist þó svo að Gitargrip.is sé sérstaklega valinn sem birtingarstaður í AdWords kerfinu.

Verðskrá

Svæði 1
Textasvæði þar sem koma má fyrir mynd og texta til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Svæðið er mjög áberandi og á því svæði vefsins sem notendur skanna einna mest þegar þeir koma inn.
Mánaðarverð: 130.000 kr + VSK - UPPSELT TIL 15. JÚNÍ 2011

Svæði 2
Svæði tvö er hefðbundinn skýjaklúfur í stærðinni 150 x 600. Má vera Flash, animated gif eða statísk mynd.
Mánaðarverð: 100.000 kr + VSK
CPM Verð: 793 kr + VSK (995 kr m. VSK)

Svæði 3
Svæði 3 er hefðbundin banner í haus vefins í stærðinni 180 x 50. . Má vera Flash, animated gif eða statísk mynd.
Mánaðarverð: 40.000 kr + VSK
CPM Verð: 317 kr + VSK (400 kr m. VSK)

Svæði 4 og 5
Svæði 3 er hefðbundnir bannerar í fréttasvæði vefins í stærðinni 468 x 60. . Má vera Flash, animated gif eða statísk mynd.
Mánaðarverð: 25.000 kr + VSK
CPM Verð: 991 kr + VSK (1.245 kr m. VSK)

Söngbækur
Banner í söngbókun er langlíf auglýsing sem verður til á prenti í miklum fjölda á ári hverju. Síðastlið ár voru búnar til 5.000 söngbækur með yfir 170.000 blaðsíðum. Þetta er virkilega gott pláss fyrir branding auglýsingu eða langlíf skilaboð.

Stærð á banner er umsemjanleg, en þarf að komast fyrir neðst á síðu í plássi sem er á bilinu 80 –120 px hátt.

Þessum auglýsingum eins og öðrum er deilt með einum öðrum auglýsanda, en þó eru bara auglýsingar frá einum auglýsanda í hverri bók.
Mánaðarverð: 30.000 kr + VSK

Auglýsingasvæði á Gítargrip.is

 
Staðfesti notandanafn...