Enter

Vísur Íslendinga

Song Author C.E.F.Weyse Lyrics by: Jónas Hallgrímsson Performer: Jónas Hallgrímsson Submitted by: Anonymous
[G7]Hvað er svo [C]glatt sem góðra vina fundur, [Am]    
er gleðin [Dm]skín á [G7]vonarhýrri [C]brá?
[G7]Eins og á [C]vori laufi skrýðist lundur, [Am]    
lifnar og [Dm]glæðist [G7]hugarkætin [C]þá;  
og meðan [F]þrúgna gullnu tárin [C]glóa [C7]    
og guða[F]veigar lífga sálar[C]yl,  
[G7]þá er það [C]víst, að best blómin gróa [Am]    
í brjóstum, [Dm]sem að [G7]geta fundið [C]til.

[G7]Látum því, [C]vinir, vínið andann hressa [Am]    
og vonar[Dm]stundu [G7]köllum þennan [C]dag,
[G7]og gesti [C]vora biðjum guð að blessa [Am]    
og best að [Dm]snúa [G7]öllum þeirra [C]hag.
Látum ei [F]sorg né söknuð vínið [C]blanda, [C7]    
þó senn í [F]vinahópinn komi [C]skörð,
[G7]en óskum [C]heilla og heiðurs hverjum landa, [Am]    
sem heilsar [Dm]aftur [G7]vorri fóstur[C]jörð.

Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur,
er gleðin skín á vonarhýrri brá?
Eins og á vori laufi skrýðist lundur,
lifnar og glæðist hugarkætin þá;
og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guðaveigar lífga sálaryl,
þá er það víst, að best blómin gróa
í brjóstum, sem að geta fundið til.

Látum því, vinir, vínið andann hressa
og vonarstundu köllum þennan dag,
og gesti vora biðjum guð að blessa
og best að snúa öllum þeirra hag.
Látum ei sorg né söknuð vínið blanda,
þó senn í vinahópinn komi skörð,
en óskum heilla og heiðurs hverjum landa,
sem heilsar aftur vorri fósturjörð.

Chords

  • G7
  • C
  • Am
  • Dm
  • F
  • C7

Pick an instrument

Transpose the song

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Validating login...