Enter

Timburmennirnir

Song Author Sveinn Pálsson Lyrics by: Páll Ólafsson Performer: Granít Submitted by: spason
[Bm]Heim er ég [D]kominn og [A]halla´ undir [Bm]flatt
því hausinn er [D]veikur og [A]mag  [Bm]inn.   
Ég drakk mig svo [D]fullan, - ég [A]segi það [Bm]satt, -
ég sá hvorki [D]veginn né [A]dag  [Bm]inn.   

En [Bm]vitið kom [D]aftur að [A]morgni til [Bm]mín   
og mælti og [D]stundi við [A]þung[Bm]an.   
„Bölvaður [D]dóni´ ertu´ að [A]drekka eins og [Bm]svín!
Það drafaði´ í [D]gær í þér [A]tung[Bm]an.   

Ég [G]drekk til þess að finna [A]fró,
en [G]farga með því hjartans [A]ró.  
Ég [G]drekk til að svæfa [A]syndirnar,
ég [Bm]drekk.

Og [Bm]gerirðu [D]þetta, þá [A]getur þú [Bm]séð   
ég get ekkert [D]átt við þig [A]leng[Bm]ur,   
því sjónin og [D]heyrnin og [A]málið fer [Bm]með   
og minnið úr [D]vistinni [A]geng[Bm]ur.   

Ég lofaði [D]vitinu [A]betrun og [Bm]bót,   
að bragða´ ekki [D]vín þetta [A]á  [Bm]rið.   
En svo er ég [D]hræddur, ef [A]margt gengur [Bm]mót,   
að mig fari´ að [D]langa í [A]tá  [Bm]rið.   

Ég [G]drekk til þess að finna [A]fró,
en [G]farga með því hjartans [A]ró.  
Ég [G]drekk til að svæfa [A]syndirnar,
ég [Bm]drekk.

Heim er ég kominn og halla´ undir flatt
því hausinn er veikur og maginn.
Ég drakk mig svo fullan, - ég segi það satt, -
ég sá hvorki veginn né daginn.

En vitið kom aftur að morgni til mín
og mælti og stundi við þungan.
„Bölvaður dóni´ ertu´ að drekka eins og svín!
Það drafaði´ í gær í þér tungan.

Ég drekk til þess að finna fró,
en farga með því hjartans ró.
Ég drekk til að svæfa syndirnar,
ég drekk.

Og gerirðu þetta, þá getur þú séð
ég get ekkert átt við þig lengur,
því sjónin og heyrnin og málið fer með
og minnið úr vistinni gengur.

Ég lofaði vitinu betrun og bót,
að bragða´ ekki vín þetta árið.
En svo er ég hræddur, ef margt gengur mót,
að mig fari´ að langa í tárið.

Ég drekk til þess að finna fró,
en farga með því hjartans ró.
Ég drekk til að svæfa syndirnar,
ég drekk.

Chords

  • Bm
  • D
  • A
  • G

Pick an instrument

Transpose the song

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Validating login...