Enter

Gömul spor

Song Author Friðrik Jónsson Lyrics by: Valdimar Hólm Hallstað Performer: Óþekkt Submitted by: aribald
[C]vefur mig að [C7]hjarta sínu [F]nóttin, hlý og [Fm]hljóð,
og [C]hláturmildur [D]roði’ í vestri [G]skín.
Á [C]minninganna [C7]strengjum vakna æsku [F]ástar [Fm]ljóð   
sem [C]eitt sinn kvað ég [Am]fagnan[G]di til [C]þín.

Ó, [F]manstu ekki kvöldið sem við [C]þráðum þú og ég
og [D]þræddum döggvott grasið beggja [G]spor.
Því [C]æskan á í [C7]sólskininu’ að [F]gangaglöð sinn [Fm]veg,   
við [C]gleymdum okkur [Am]bæði [G]þetta [C]vor.

Og [C]vornóttin er [C7]ungum vinum [F]aldrei nógu [Fm]löng   
þó [C]allar góðar [D]vættir haldi [G]vörð.
Í [C]lágnættinu [C7]hlýddum við á [F]villtan svana[Fm]söng   
við [C]safaríkan [Am]ilm úr [G]grænni [C]jörð.

Við [F]höfum kannske, vina, aldrei [C]verið nógu góð
og [D]vakað helst til stutt í heitri [G]þrá.
En [C]leiðir okkar [C7]skildust fljótt við [F]koss og kveðju[Fm]ljóð   
sem [C]kliðmjúk nóttin [Am]aðeins [G]heyrði’ og [C]sá.  

Ég [C]horfi inn í [C7]kvöldroðann, því [F]æska mín er [Fm]öll,   
á [C]örlögunum [D]fáir kunna [G]skil.
En [C]þú ert fangi’ í [C7]dalnum þínum, [F]bak við bláhvít [Fm]fjöll
og [C]bíður þess sem [Am]aldrei [G]verður [C]til.

Því [F]hvert sinn þá er gróandinn fær [C]minnst við mildan svörð
í [D]minningum þú kemur sérhvert [G]vor.
Þá [C]leiðumst við í [C7]sólskininu [F]glöð um græna [Fm]jörð   
sem [C]geymir okkar [Am]löngu [G]horfnu [C]spor.

Nú vefur mig að hjarta sínu nóttin, hlý og hljóð,
og hláturmildur roði’ í vestri skín.
Á minninganna strengjum vakna æsku ástar ljóð
sem eitt sinn kvað ég fagnandi til þín.

Ó, manstu ekki kvöldið sem við þráðum þú og ég
og þræddum döggvott grasið beggja spor.
Því æskan á í sólskininu’ að gangaglöð sinn veg,
við gleymdum okkur bæði þetta vor.

Og vornóttin er ungum vinum aldrei nógu löng
þó allar góðar vættir haldi vörð.
Í lágnættinu hlýddum við á villtan svanasöng
við safaríkan ilm úr grænni jörð.

Við höfum kannske, vina, aldrei verið nógu góð
og vakað helst til stutt í heitri þrá.
En leiðir okkar skildust fljótt við koss og kveðjuljóð
sem kliðmjúk nóttin aðeins heyrði’ og sá.

Ég horfi inn í kvöldroðann, því æska mín er öll,
á örlögunum fáir kunna skil.
En þú ert fangi’ í dalnum þínum, bak við bláhvít fjöll
og bíður þess sem aldrei verður til.

Því hvert sinn þá er gróandinn fær minnst við mildan svörð
í minningum þú kemur sérhvert vor.
Þá leiðumst við í sólskininu glöð um græna jörð
sem geymir okkar löngu horfnu spor.

Chords

  • C
  • C7
  • F
  • Fm
  • D
  • G
  • Am

Pick an instrument

Transpose the song

Chord data © Chordinator.com

blog comments powered by Disqus
 
Validating login...