Enter

Tilbury

Hljómsveitin Tilbury var sett saman af trommaranum Þormóði Dagssyni (Skakkamanage, Jeff Who?, Hudson Wayne) sumarið 2010.

Upphaflega var um sólóverkefni að ræða sem nefndist Formaður Dagsbrúnar en fljótlega eftir að upptökur hófust á fyrstu breiðskífunni leit hljómsveitin Tilbury dagsins ljós.

Sveitin spilar eitthvað sem kalla mætti dramatískt þjóðlagapopp sem einkennist af hljóðgervlum Kristins Evertssonar (Valdimar) og sixtís rafmagnsgítarhljómi Arnar Eldjárns (Brother Grass). Bassaleikarinn Guðmundur Óskar (Hjaltalín) prýðir hljóminn með fransk-ættuðum bassalínum og trymbillinn Magnús Trygvason Elíasen (Sin Fang, Amiina, Moses Hightower) bindur svo allt saman með dínamískum trommuleik sem fer í allar áttir.

Fyrsta breiðskífa Tilbury nefnist Exorcise og kom út hjá Record Records í maí 2012.

Top Songs

 
 
Validating login...