Enter

Þorgils Björgvinsson

Þorgils hóf ferilinn í „Skólahljómsveit Kópavogs“ 1983 & lék þar á Baritonhorn.
Á miðju ári 1984 var stofnuð hljómsveitin "Hvatberarnir" & lék Þorgils þar á rafmagnsgítar og hefur leikið á hann síðan með hinum ýmsu hljómsveitum m.a:

 • „Tríó Jóns Leifssonar“ stofnuð 1985 (var hún „heimsfræg“ í Kópavogi & þó víðar væri leitað)
 • „Sexmenn“ (áður Bjarni Ara & Búningarnir - í skamman tíma árið 1989)„Foringjunum“ síðar „Skyttunum“ (árið 1989).
 • „Ný dönsk“ (haustið 1989 og fram í júlí 1990
 • „Sniglabandið“
 • Einnig hefur hann spilað með hljómsveitinni „Stútungum“ & hlaupið í skarðið annar staðar t.d. með „Buff“ og „Dans á rósum“.
  • Þorgils hefur spilað á öllum geisladiskum með Sniglabandinu síðan árið 1990. hann spilaði einnig lagið Nostradamus með Ný dönsk inn á safnhljómplötu árið 1989. Þess má geta að Sniglabandið er enn í fullu fjöri og spilar fyrir alla landsmenn og konur C þess óskað og réttar upphæðir greiddar fyrir.

   Þorgils hefur kennt á gítar og bassa frá árinu 1991 og er enn að, nánari upplýsingar má finna á www.gilsi.is og www.gilsi.com.

   Auk þess er hægt að kaupa gítarkennslu á netinu á www.guitarparty.com er þar er Þorgils með yfir 200 kennslumyndbönd sem að hæfa bæði byrjendum og lengra komum.

   Hérna er hægt er að hlusta á nokkur lög sem að Þorgils hefur ýmist samið eða flutt með Sniglabandinu ofl.soundcloud.com/gilsi

 
 
Validating login...