Enter

Sjöund

Hljómsveitin Sjöund var stofnuð 1985 í Vestmannaeyjum og starfaði þar mestanpart. Hljómsveitin var stofnuð sem húshljómsveit hjá Pálma Lorenz og sá nánast um allann tónlistarflutning á veitingar og dansstaðnum Skansinn og pöbbanum sem hét Gestgjafinn.

Meðlimir voru þá Birkir Huginsson á sax, Eiður Arnarsson á bassa, Hlöðver Guðnason gítar, Ómar Hreinsson trommur. Páll Viðar Kristinson á hljómborð, Pétur Már Jensson söngur, Þorsteinn Magnússon gítar. Eiður (Stjórnin og Toddmobil) og Þorsteinn ( Eik, Þeyr, Bubbi-MX21, Frakkarnir, S.s.sól) fluttu sig á höfuðborgarsvæðið og inn komu Högni Hilmisson á bassa og Vignir Ólafsson á gítar. Hljómsveitin gaf út hljómplötu 1988 undir nafninu Gott í Bland. Vignir var þá hættur og genginn til liðs við Papanna.

Vinsælustu lögin af þeirri plötu voru Pípan og tökulagið Ikki fara frá mær (The Weight) Hljómsveitin starfaði síðan sem húshljómsveit á Inghól Selfossi. Spilaði einnig mikið fyrir Ólaf Laufdal á Broadway og Hótel Íslandi og Sjallanum, og svo Edinborg í Keflavík.

Hljómsveitin var með Eyjakvöld sem voru haldin á Selfossi og Keflavik í nokkur ár. Ýmsir listamenn frá og tengdir Vestmannaeyjum komu fram á þessum Eyjakvöldum og þá var boðið upp á hefðbundinn bjargveiðimannamatseðil og miklum söng og mikla þjóðhátíðarstenmmingu að hætti eyjamanna. Sjöund gaf þá út lagið Heimaslóð sem var tekið upp hjá Rúna Júl og er fáanlegt á safnplötunum Í brekkunni og Lögin í Dalnum. Hljómsveitin lagðist í dvala um 1993 en hefur komið fram öðru hvoru.

 
 
Validating login...