Enter

Herbert Guðmundsson

 

Herbert Guðmundsson er búin að vera virkur tónlistarmaður, söngvari og lagasmiður á Íslandi síðan hann gaf út sína aðra sóló plötu 1985 Dawn Of  The Human Revolution. Sem hafði að geyma smellinn ógurlega Cant Walk Away. Eftir það þekktu flestir Íslendingar Herbert Guðmundsson og lögin hans. En þar áður hafði hann verðið söngvari með ýmsum hljómsveitum t.d. Tilveru, Ástarkveðju, Dínamit, Eik ,Pelikan, og síðasta hljómsveitin sem hann starfaði með og gaf út plötu var hljómsveitin Kan.

Herbert tók þátt í fyrstu uppfærslu á söngleiknum Jesus Christ Superstar á Íslandi og söng líka með hljómsveitinni Tilveru í uppfærslu Þjóðleikshúsins á leikritinu Faust.Herbert söng líka inn á fyrri útgáfu af Hjálpum Þeim plötunni.

Herbert hefur verið duglegur að senda frá sér plötur og eru þær orðnar þrettán talsins þess má geta að hann gefur þær allar út sjálfur.

 
 
Validating login...