Enter

Guðmundur R

Guðmundur R. Gíslason er söngvari, laga- og textahöfundur frá Neskaupstað. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, sú nýjasta Sameinaðar sálir kom út í febrúar 2020. Upptökustjóri var Jón Ólafsson. Á henni er m.a. að finna lagið „Perla“ sem Bubbi Morthens syngur með honum. Áður hafa komið út plöturnar Íslensk tónlist (2007) sem hann gerði með Halla Reynis og Þúsund ár (2017) sem hann gerði með Jóni Ólafssyni og hljómsveitinni Coney Island Babies. Á henni var m.a. lagið „Eins og vangalag“ sem varð nokkuð vinsælt. Guðmundur er jafnframt þekktur sem forsöngvari norðfirsku popphljómsveitarinnar SúEllen er átti talsverðum vinsældum að fagna á níunda og tíunda áratug aldarinnar sem leið með lögum eins og Símon er lasinn, Elísa, Kona, Ferð án enda og fl.

 
 
Validating login...