Enter

Einar Bárðarson

Einar Bárðarson var ötull laga og textahöfundur í kringum aldamótin. Samdi mörg af sterkustu lögum Skítamórals ( Farin, Myndir, Ennþá, Með þér og jólalagið; Handa þér ) og hljómsveitarinnar Á móti Sól ( Spenntur, Allt og Keyrðu ) Þá samdi Einar efni fyrir Björgvin Halldórsson ( Ég sjé þig ) Jóhönnu Guðrún ( Ég sjálf ). Að ógleymdi framlagi Íslands til Eurovision árið 2001, Angel eða Birta eins og það hét upprunalega.

Þá samdi Einar töluvert af efni fyrir Nylon flokkinn bæði einn og í samvinnu við Friðrik Karlsson ( Síðasta sumar, Allstaðar, Ég komst hingað ein, 5 á richter, Bara í nótt og fleira efni ) ásamt nokkrum klassískari lögum fyrir Garðar Thór Cortes. Síðan hefur liðið nokkur tími en Einar lét til sín taka núna síðast í lagasmíðum með StopWaitGo fyrir Loga Geirsson ( Komdu með )

 
 
Validating login...