Enter

Ási í Bæ

Ástgeir Kristinn Ólafsson, betur þekktur sem Ási í Bæ fæddist þann 27. febrúar 1914. Móðir hans var Kristín Jónsdóttir og faðir Ólafur Ástgeirsson, sem var þekktur bátasmiður í Eyjum, og bjuggu þau að Litlabæ í Vestmannaeyjum. Ási var landskunnur texta- og lagasmiður, vísnasöngvari og afkastamikill rithöfundur og lét mikið að sér kveða en þó sérstaklega eftir hann lét af sjómennsku. Hann var í þeim margrómaða mannræktarkvartett með Árna úr Eyjum, Lofti Guðmundssyni og Oddgeiri Kristjánssyni, sem kallaðir eru feður hinna sígildu þjóðhátíðarlaga. Samstarf þeirra Ása í bæ og Oddgeirs varð víðfrægt og úr því urðu til landsþekkt lög, t.d. Sólbrúnir vangar og Ég veit þú kemur. Hann lést í Reykjavík, 71 árs að aldri, vorið 1985.

 
 
Validating login...