Enter

Áhöfnin á Halastjörnunni

Áhöfnin á Halastjörnunni var ræst út árið 1980 þegar Gylfi Ægisson leitaði til Rúnars með lögin sín í farteskinu. Hljómplötuútgáfan Hljómar hafði áður gefið út 2 fyrstu sólóplötur Gylfa þar sem hann söng flest lögin. Nú vildi Gylfi fá ýmsa söngvara til að flytja lögin sín og fékk Rúnar til að safna saman góðri áhöfn. Þeir sem voru kallaðir til voru Rúnar sjálfur, Viðar Jónsson, Ari Jónsson, Engilbert Jensen, Grettir Björnsson, María Helena, Þórir Baldursson og María Baldursdóttir. Platan var tekin upp í Hljóðrita og útkomuna þekkja flestir Íslendingar. Lög eins og "Stolt siglir fleyið mitt" og "Ég hvísla yfir hafið" urðu fastur dagskrárliður í útvarpinu árið 1980 og næstu ár á eftir. Platan var ein mesta selda plata ársins og "Stolt siglir fleyið mitt" mest spilaða lag ársins. Sjá nánar á: http://runarjul.is/hljomsveitir/ahofnin_a_halastjornunni/

 
 
Validating login...